Þjóðmál - 01.06.2012, Page 83

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 83
82 Þjóðmál SUmAR 2012 fjarlægðinni frá Ósló . Gjöldin fara lækk­ andi því lengra sem dregur frá höfuðborgar­ svæðinu og þar koma til fleiri staðbundnir þættir . Noregur var kallaður fátækur út­ kjálki í Evrópu árið 1956 en er nú ríkasta land heimsins . Ekkert af ríkidæmi Norð­ manna hefur komið af sjálfu sér . Byggða stefnan þarf síðan að leggja sjálfa sig niður í takt við árangur sinn — rétt eins og um þjóð ríkislegt atkvæðavægi væri að ræða . Mikilvægt er einnig að hafa hugfast að íslenska þjóðkirkjan er órjúfanlegur þáttur vel heppnaðrar byggðastefnu þjóðríkisins . Við getum hvorki verið sæl né byggt farsælt þjóðríki án hennar . Það er einfaldlega ekki hægt á okkar tímum . Jarðgöng út og inn í ekki neitt fyrir ofan og neðan þefnæmt peninganef héraðsafla og án réttra efnahagslegra staðarhvata, eru hvorki byggðastefna þjóðríkis né kapítal ismi . Þau eru því miður oft til vitnis um kjördæmapot þing manna og geta jafnvel haft skaðlegar afleiðingar . Hvatinn að slíkri framkvæmd þarf alltaf að vera sjálfs bjargar viðleitni héraðsins undir ramma djúpt hugsaðrar byggðastefnu þjóðríkisins sem virkar vel . Þannig, en þó án vel skilgreindrar stefnu, byggðist gamli heima bærinn minn upp, Siglufjörður . Í dag hefði Siglu fjörður ekki getað byggst upp frá grunni vegna ægivalds höfuðborgarsvæðis með 205 þúsund íbúum . Allar tekjur ríkissjóðs Íslands og sveitar félaga á Íslandi koma af atvinnu­ starfsemi . Engar aðrar tekjulindir eru til . Þeim er ekki hægt að fórna í kjördæmapot stjórnmálamanna sem grefur undan þjóð­ ríkinu . Tekjurnar þurfa að verða til, spretta og vaxa um allt land . Það gera þær ef rétt byggðastefna er viðhöfð, eins og gerðist á landnámsöld . Í gegnum hvatakerfið . Þarna sé ég hlutina líklega með augum gestsins . Þegar ég kom heim eftir 25 ára fjarveru varð ég fyrir áfalli vegna hinnar ískyggilegu byggðaþróunar í þjóðríki okkar . Ég vil ekki búa á safni . Sjálfstæðisflokkurinn — sem og fleiri á þeim væng stjórnmálanna — þarf bráð ­ nauð synlega á hugmynda fræði legri slipp­ vinnu að halda . Allmiklir hrúð ur karl ar eru komnir á skrokkinn sem draga úr sigl­ ingar hraða, auka orkunotkun og torvelda stý ringu . Kreddulegir ryðblettir sjást . Eng inn annar einn flokkur getur lyft þessu eins og er . Það er algerlega úti lokað . Og við þurfum bandamenn . Náttúr lega bandamenn . Skorradal, maí 2012. VG = Veljum Gúlagið? Nú ætla Vinstri grænir að halda les hring um marx­lenínisma ásamt ein hverju sem heitir „Rauður vettvangur“ . Kommúnisminn, marx­lenínisminn, kost­ aði um eitt hundrað milljón mannslíf á 20 . öld, eins og rakið er í Svartbók komm ún ism­ ans sem kom út á íslensku 2009 . Síðan má nefna alla þá sem sluppu þrátt fyrir allt lif­ andi úr gúlögum rússneskra, kínverskra og kúb verskra kommúnista . Hvað yrði sagt ef einhver íslenskur stjórn­ málaflokkur auglýsti leshring um Mein Kampf eftir Hitler? Kommúnisminn skildi ekki eftir sig rauð­ an vettvang, heldur blóðrauðan vett vang . Skafti Harðarson á eyjan.is 19 . mars 2012 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.