Þjóðmál - 01.06.2012, Side 89
88 Þjóðmál SUmAR 2012
félagið . Fljótsdalshérað ákvað að leggja fram
100 .000 kr . hlutafé en í sveitarstjórn var
ágrein ingur um málið, fimm með en fjórir
á móti . Hlutunum í félaginu er dreift jafnt
á bilinu 6% til 15% .
Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Tjör
nes hreppur og Svalbarðshreppur eiga ekki
aðild að félaginu . Í fundargerð sveitar
stjórnar Langanesbyggðar frá 8 . mars 2012
er bókað:
Oddviti skýrði frá símafundi sem hann sat
með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi
vegna hugsanlegs samstarfs sveitarfélaganna
um kaup á Grímsstöðum og áframleigu til
Huang Nubo . Umræða um málið . Lagt til að
bíða frekari upplýsinga áður en tekin verður
afstaða til málsins .
Samþykkt samhljóða.
Hinn 12 . apríl 2012 er lagt til og bókað á
fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar að
rætt yrði um Grímsstaði á Fjöllum á „trún
aðar fundi að loknum sveitarstjórnarfundi“ .
Í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps
var bókað 17 . apríl 2012:
Sveitarstjórn er ekki neikvæð gagnvart verk
efn inu [aðild að GáF ehf .] en vill fá frek ari
upp lýsingar . Sveitarstjóra falið að afla frek ari
upp lýsinga um ábyrgðir og áhættu í verk
efninu .
Í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar var bókað
hinn 15 . maí 2012:
Fjallað var um beiðni Atvinnuþróunarfélags
Eyja fjarðar um að sveitarfélagið komi að
kaupum á landi Grímsstaða á Fjöllum til
endurleigu til kínversks ferðaþjónustuaðila .
Sveitar stjórn skilur og styður áhuga heima
manna á atvinnuuppbyggingu, en sér ekki
ástæðu til að eiga land í öðrum sveitar
félögum .
Ágreiningur var um aðild að GáF ehf . í
bæjarstjórn Akureyrar . „Það er ákveðinn mis
skilningur á ferðinni varðandi stofnun þessa
félags,“ sagði Oddur Helgi Halldórsson,
formaður bæjarráðs Akur eyr ar bæjar, við
vef síðuna Akureyri 16 . maí 2012:
Við erum að stofna þetta félag til að fara í
þær athuganir og viðræður sem þarf að fara
í . Við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða
áhrif verkefnið hefur á svæðið og spyrja hvað,
nákvæmlega, Nubo ætlar að gera þarna . Við
ætlum semsé að skoða hvort þetta sé eitthvað
sem við viljum halda áfram með .
Oddur sagðist ekki verða var við að það
væri einhver sérstök pressa á að keyra málið
í gegn á stuttum tíma, „það er bara pressa
að vinna verkið áfram, svo getur vel verið
að einhvern tímann í ferlinu verði bara hætt
við verkefnið . […] Við tökum okkur þann
tíma sem þarf í þetta . Mér finnst full ástæða
til að fara varlega og held að ekkert okkar
sé til í að æða áfram í blindni og fá eitthvað
umhverfisslys þarna .“
Hinn 24 . maí 2012 efndu Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE), At
vinnu þróunarfélag Þingeyinga, Byggða
stofn un og Háskólinn á Akureyri til mál
þings um uppbyggingu á Grímsstöðum á
Fjöll um í menningarhúsinu Hofi á Akur
eyri . Þar fjallaði Þórður H . Hilmarsson
frá Íslands stofu um erlenda fjárfestingu á
Íslandi, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson frá
AFE ræddi um samvinnu sveitarfélaga um
Grímsstaði á Fjöllum, Ásbjörn Björgvins
son, Markaðsstofu Norðurlands, reifaði
ruðningsáhrif fjárfestingar í ferðaþjónustu
og Kjartan Ólafsson, Háskólanum á
Akureyri, gerði grein fyrir byggðaáhrifum
uppbyggingar í ferðaþjónustu .
Þorvaldur Lúðvík veitti Þjóðmálum að
gang að glærum sem hann studdist við í
erindi sínu . Þar kemur fram að sveitarfélög
hyggjast festa kaup á 22 .118 hektara