Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 89

Þjóðmál - 01.06.2012, Síða 89
88 Þjóðmál SUmAR 2012 félagið . Fljótsdalshérað ákvað að leggja fram 100 .000 kr . hlutafé en í sveitarstjórn var ágrein ingur um málið, fimm með en fjórir á móti . Hlutunum í félaginu er dreift jafnt á bilinu 6% til 15% . Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur, Tjör­ nes hreppur og Svalbarðshreppur eiga ekki aðild að félaginu . Í fundargerð sveitar­ stjórnar Langanesbyggðar frá 8 . mars 2012 er bókað: Oddviti skýrði frá símafundi sem hann sat með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi vegna hugsanlegs samstarfs sveitarfélaganna um kaup á Grímsstöðum og áframleigu til Huang Nubo . Umræða um málið . Lagt til að bíða frekari upplýsinga áður en tekin verður afstaða til málsins . Samþykkt samhljóða. Hinn 12 . apríl 2012 er lagt til og bókað á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar að rætt yrði um Grímsstaði á Fjöllum á „trún­ aðar fundi að loknum sveitarstjórnarfundi“ . Í sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps var bókað 17 . apríl 2012: Sveitarstjórn er ekki neikvæð gagnvart verk­ efn inu [aðild að GáF ehf .] en vill fá frek ari upp lýsingar . Sveitarstjóra falið að afla frek ari upp lýsinga um ábyrgðir og áhættu í verk­ efninu . Í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar var bókað hinn 15 . maí 2012: Fjallað var um beiðni Atvinnuþróunarfélags Eyja fjarðar um að sveitarfélagið komi að kaupum á landi Grímsstaða á Fjöllum til endurleigu til kínversks ferðaþjónustuaðila . Sveitar stjórn skilur og styður áhuga heima­ manna á atvinnuuppbyggingu, en sér ekki ástæðu til að eiga land í öðrum sveitar­ félögum . Ágreiningur var um aðild að GáF ehf . í bæjarstjórn Akureyrar . „Það er ákveðinn mis­ skilningur á ferðinni varðandi stofnun þessa félags,“ sagði Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs Akur eyr ar bæjar, við vef síðuna Akureyri 16 . maí 2012: Við erum að stofna þetta félag til að fara í þær athuganir og viðræður sem þarf að fara í . Við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða áhrif verkefnið hefur á svæðið og spyrja hvað, nákvæmlega, Nubo ætlar að gera þarna . Við ætlum semsé að skoða hvort þetta sé eitthvað sem við viljum halda áfram með . Oddur sagðist ekki verða var við að það væri einhver sérstök pressa á að keyra málið í gegn á stuttum tíma, „það er bara pressa að vinna verkið áfram, svo getur vel verið að einhvern tímann í ferlinu verði bara hætt við verkefnið . […] Við tökum okkur þann tíma sem þarf í þetta . Mér finnst full ástæða til að fara varlega og held að ekkert okkar sé til í að æða áfram í blindni og fá eitthvað umhverfisslys þarna .“ Hinn 24 . maí 2012 efndu Atvinnu­þróunarfélag Eyjafjarðar (AFE), At­ vinnu þróunarfélag Þingeyinga, Byggða­ stofn un og Háskólinn á Akureyri til mál­ þings um uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöll um í menningarhúsinu Hofi á Akur­ eyri . Þar fjallaði Þórður H . Hilmarsson frá Íslands stofu um erlenda fjárfestingu á Íslandi, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson frá AFE ræddi um samvinnu sveitarfélaga um Grímsstaði á Fjöllum, Ásbjörn Björgvins­ son, Markaðsstofu Norðurlands, reifaði ruðningsáhrif fjárfestingar í ferðaþjónustu og Kjartan Ólafsson, Háskólanum á Akureyri, gerði grein fyrir byggðaáhrifum uppbyggingar í ferðaþjónustu . Þorvaldur Lúðvík veitti Þjóðmálum að­ gang að glærum sem hann studdist við í erindi sínu . Þar kemur fram að sveitarfélög hyggjast festa kaup á 22 .118 hektara
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.