Þjóðmál - 01.06.2012, Page 92
Þjóðmál SUmAR 2012 91
stjórnar manna ásamt m .a . Ragnari Baldurssyni,
starfsmanni sendiráðs Íslands í Kína . Ragnar
er þarna titlaður „Arctic Explorer“ — líklega
eftir ferðina á Norðurpólinn með … já,
„Íslands vininum“ Huang Nubo . Takið eftir
hönnuði síðunnar neðst — Teikn Design .
Halldór aftur? Ýmsir aðilar kosta síðuna, m .a .
Utanríkis ráðuneytið og Iðnaðarráðuneytið,
svo þetta ævintýri Halldórs er alltént kostað
af almenningi í þetta sinn . Fróðlegt væri að
vita hve háar upphæðir af skattfé okkar hafa
farið í þetta verkefni Halldórs Jóhannssonar .
Utanríkis ráðherra er svo hrifinn af framtaki
Halldórs að fyrir utan fjárstuðninginn gaf
hann sér tíma til að skrifa Fréttablaðsgrein í
mars 2011 til að mæra vefsíðuna . Fróðlegt væri
að vita meira um tengsl Össurar og Halldórs .
Af þessari samantekt Láru Hönnu Einars
dóttur má ráða hvers vegna umræður
um áhuga Huangs Nubos og Kínverja á
hafnaraðstöðu hér á landi hafa vaknað . Ís
lenskur umboðsmaður Huangs er nefnilega
önnum kafinn við að kynna og skipuleggja
aðstöðu hér á landi bæði vegna siglinga og
olíuleitar .
Á þessu stigi er ekki unnt að segja hver verður niðurstaða í annarri tilraun
Huangs Nubos við að ná tangarhaldi á
Grímsstöðum á Fjöllum . Hann sagði í apríl
að hann mundi ljúka gerð samninga við
Íslendinga um miðjan júní 2012 . Á hverju
hann byggði þá bjartsýnu spá sína er óljóst .
Miðað við það sem þeir segja sem ætla sér
að verða viðsemjendur hans hér á landi er
líklegt að það dragist fram eftir þessu ári
að menn fullmóti samningsmarkmið sín
gagnvart Huang .
Af almennum umræðum verður sú álykt
un dregin að bægslagangur Huangs vegna
Íslands haustið 2011 hafi ekki orðið honum
til framdráttar meðal Íslendinga . Það hefur
einnig skýrst undanfarnar vikur að lítil
innstæða var fyrir heitstrengingum í apríl
2012 um að allt væri að smella saman milli
Íslendinga og Huangs .
Vissulega má kenna skorti á skilningi
vegna lélegra þýðinga um allan þennan
vand ræðagang . Hér er hins vegar um djúp
stæðari vanda að ræða sem rekja má til allt
annars konar viðhorfa í samskiptum og
viðskiptalífi .
Full ástæða er til að flytja sveitar
stjórnarmönnum á norðausturhorni Ís lands
varnaðarorð og benda þeim á að sagan sýnir
að í samskiptum við Kínverja er nauð syn
legt að glöggva sig vel á því hyldýpi sem er á
milli þeirra og vestrænna þjóða í hvers kyns
samskiptum . Þá er barnaskapur að halda að
Huang Nubo fjárfesti hér á landi án beinna
eða óbeinna afskipta kínverskra stjórn valda .
Engum manni auðnast að komast yfir
jafnmiklar eignir og Huang hefur tekist í
Kína án þess að njóta skjóls stjórnvalda eða
beinna tengsla við þau .
Þegar sveitarstjórnarmenn leggja á ráðin
um kínverska framtíð Grímsstaða á Fjöll um
ber þeim að hafa hina hnattrænu tog streitu
í huga . Hún mótar afstöðu þeirra í Peking
sem leyfa Huang Nubo að standa í samning
um við íslenskar sveitarstjórnir í því skyni að
komast fram hjá innanríkisráðherranum sem
fer að vísu einnig með sveitarstjórnarmál .