Þjóðmál - 01.03.2014, Page 58

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 58
 Þjóðmál voR 2014 57 Tónskóli þjóðkirkjunnar . Skál holts staður og Skálholtsskóli eru sömu leiðis sjálf stæðar stofnanir . Úrs kurðar nefnd og áfrýjunar ­ nefnd voru settar á laggirnar með þjóð­ kirkju l ögunum 1998 . Hlutverk úr skurðar­ nefndar er að skera úr ágreiningi á „kirkju­ legum vettvangi“ eða þegar „starfs maður er borinn sökum um siðferðis­ eða agabrot“ . Skjóta má niðurstöðu úr skurðar nefndar til áfrýjunarnefndar . Fleira mætti nefna, t .d . leikmannastefnu og prestastefnu, en um það er einnig mælt í þjóðkirkjulögum . Ráðherra gegnir tilteknu lögbundnu hlutverki í starfsemi þjóðkirkjunnar . Ráðherra fer þannig með eftirlitsskyldu gagnvart þjóðkirkjunni, á rétt til setu á kirkjuþingi með málfrelsi og tillögurétt, setur reglugerð um Jöfnunarsjóð sókna og hefur margvísleg afskipti af starfsemi kirkjugarða, m .a . með skyldu til setningar reglugerða um fjárstuðning garða við útfararkirkjur og um kirkjugarðasjóð . III . Greining Eins og rakið hefur verið er þjóðkirkjan flókin að uppbyggingu og sett saman af ólíkum skipulagsheildum og margvíslegum stjórnvöldum . Um þetta gilda mismunandi reglur og ólíkar forsendur . Helstu atriði, sem til athugunar geta komið við skilgreiningu á sambandi ríkis og kirkju og mati á eðli þjóð kirkjunnar, eru löggjöf um hana, fjár­ mál hennar og stjórnsýsla . Löggjöf, hvort heldur er stjórnarskipunarlög eða sett lög frá löggjafarvaldinu, veitir mikilvæga sýn á eðli og stöðu þjóðkirkjunnar og samband ríkis og kirkju . Greina má löggjöf á sviði trúmála í nokkra flokka: a) Löggjöf sem tekur almennt til trúar og allra trú- og lífsskoðunarfélaga. Í íslenskri löggjöf er að finna laga bálka sem fjalla almennt um trú, trúf élög og lífsskoðunarfélög . Í 63 . gr . stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr . 33/1944 segir að allir skuli eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sann færingu sína . Í 64 . gr . er kveðið á um að trúarbrögð manns skuli ekki leiða til þess að borgaraleg og þjóðleg réttindi hans séu skert eða hann missi þau . Jafnframt að öllum sé frjálst að standa utan trúfélaga og að engum sé skylt að inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki aðild að . Í 65 . gr . er kveðið á um að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til m .a . trúarbragða, skoðana o .fl . Í lögum um sóknargjöld o .fl . nr . 91/1987 er fjallað um persónuleg félagsgjöld gjald­ skyldra, skráðra félagsmanna trú­ og lífsskoðunarfélaga, þ .e . til þjóðkirkjunnar, Þ jóðkirkjan er flókin að upp­byggingu og sett saman af ólíkum skipulagsheildum og margvíslegum stjórnvöldum . Um þetta gilda mismunandi reglur og ólíkar forsendur . Helstu atriði, sem til athugunar geta komið við skilgreiningu á sambandi ríkis og kirkju og mati á eðli þjóð kirkjunnar, eru löggjöf um hana, fjármál hennar og stjórnsýsla . Löggjöf, hvort heldur er stjórnarskipunarlög eða sett lög frá löggjafarvaldinu, veitir mikilvæga sýn á eðli og stöðu þjóðkirkjunnar og samband ríkis og kirkju .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.