Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 20

Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 20
 20 umsagnar. Prófastar boðuðu til sérstaks fundar um málið. Samþykkt var ályktun kirkjuþings um frumvarp til þjóðkirkjulaga og var því beint til dóms- og kirkju- málaráðherra að flytja málið á Alþingi. 5. mál 2008. Um heildarskipan þjónustu kirkjunnar. Kirkjuþing 2008 samþykkti meginhugmyndir sem fram komu í skýrslu nefndar um heildarskipan þjónustu kirkjunnar. Ennfremur verði unnið áfram að verkefninu með gerð tillagna um skipan prestakalla og prófastsdæma. Kirkjuþing 2008 beindi því til kirkjuráðs að sameina í eitt skjal skýrslu um heildarskipan þjónustu kirkjunnar, 5. mál kirkjuþings 2008, samþykktir um innri málefni kirkjunnar, 6. mál 2008 og þingsályktun um sérþjónustu kirkjunnar, 7. mál kirkjuþings 2008. Jafnhliða verði skoðað hvort bæta skuli inn í það skjal viðeigandi starfsreglum eða ákvæðum í þeim og til verði einn bálkur er fjalli um grunnforsendur, umfang og umgjörð þjónustu kirkjunnar. Málið í heild sinni verði til umfjöllunar á kirkjuþingi 2009. Kirkjuráð skipaði nefnd til að fjalla um 5. og 7. mál og um skýrslu um árangursmat í kirkjustarfi sem fylgdi skýrslu kirkjuráðs 2008 í tengslum við endurskoðun á heildarþjónustu kirkjunnar. Fyrri nefndarmenn voru endurskipaðir þau sr. Jón Helgi Þórarinsson kirkjuþingsmaður, sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir verkefnisstjóri á Biskupsstofu og sr. Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari. Auk þeirra voru skipuð í nefndina, Magnea Sverrisdóttir djákni, Dagný Halla Tómasdóttir framkvæmdastjóri ÆSKR og sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur. Áfangaskýrsla nefndarinnar er til umfjöllunar í 5. máli kirkjuþings 2009. 6. mál 2008. Þingsályktun um drög að samþykktum um innri málefni þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing 2008 samþykkti að beina því til biskups Íslands að drög að samþykktum um innri málefni kirkjunnar verði áfram til kynningar og umræðu á vettvangi kirkjunnar og hljóti lokaafgreiðslu á kirkjuþingi 2009. Biskup Íslands leggur nú á þessu þingi fram samþykktir um innri málefni þjóðkirkjunnar til staðfestingar kirkjuþings. 7. mál 2008. Þingsályktun um sérþjónustu kirkjunnar. Kirkjuþing 2008 beindi því til kirkjuráðs að tillaga til þingsályktunar um sérþjónustu kirkjunnar, samkvæmt 7. máli kirkjuþings 2008 verði unnin áfram sem hluti af 5. máli kirkjuþings 2008 um heildarskipan þjónustu kirkjunnar. Sjá bókun hér að ofan um 5. mál. 8. mál 2008. Þingsályktun um kaup og sölu fasteigna. Kirkjuþing 2008 samþykkti kaup kirkjumálasjóðs á eftirtöldum fasteignum: Fasteign í Reykjavík sem Kirkjuhús. Málið verði afgreitt í samráði við fjárhagsnefnd kirkjuþings. Kirkjuráð ákvað að nýta sér ekki þessa heimild. Kirkjuþing 2008 samþykkti sölu eftirtalinna fasteigna í eigu kirkjumálasjóðs: 1. Jörðin Bergþórshvoll I, Rangárþingi, Rangárvallaprófastsdæmi. Jörðin var seld í júlí fyrir kr. 68 milljónir. 2. Jörðin Hvoll í Saurbæ, Dalabyggð, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi. Málið er í vinnslu hjá fasteignasviði kirkjuráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.