Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 20
20
umsagnar. Prófastar boðuðu til sérstaks fundar um málið. Samþykkt var ályktun
kirkjuþings um frumvarp til þjóðkirkjulaga og var því beint til dóms- og kirkju-
málaráðherra að flytja málið á Alþingi.
5. mál 2008. Um heildarskipan þjónustu kirkjunnar.
Kirkjuþing 2008 samþykkti meginhugmyndir sem fram komu í skýrslu nefndar um
heildarskipan þjónustu kirkjunnar. Ennfremur verði unnið áfram að verkefninu með
gerð tillagna um skipan prestakalla og prófastsdæma.
Kirkjuþing 2008 beindi því til kirkjuráðs að sameina í eitt skjal skýrslu um
heildarskipan þjónustu kirkjunnar, 5. mál kirkjuþings 2008, samþykktir um innri
málefni kirkjunnar, 6. mál 2008 og þingsályktun um sérþjónustu kirkjunnar, 7. mál
kirkjuþings 2008.
Jafnhliða verði skoðað hvort bæta skuli inn í það skjal viðeigandi starfsreglum eða
ákvæðum í þeim og til verði einn bálkur er fjalli um grunnforsendur, umfang og
umgjörð þjónustu kirkjunnar. Málið í heild sinni verði til umfjöllunar á kirkjuþingi
2009.
Kirkjuráð skipaði nefnd til að fjalla um 5. og 7. mál og um skýrslu um árangursmat í
kirkjustarfi sem fylgdi skýrslu kirkjuráðs 2008 í tengslum við endurskoðun á
heildarþjónustu kirkjunnar. Fyrri nefndarmenn voru endurskipaðir þau sr. Jón Helgi
Þórarinsson kirkjuþingsmaður, sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir verkefnisstjóri á
Biskupsstofu og sr. Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari. Auk þeirra voru skipuð í
nefndina, Magnea Sverrisdóttir djákni, Dagný Halla Tómasdóttir framkvæmdastjóri
ÆSKR og sr. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur. Áfangaskýrsla nefndarinnar
er til umfjöllunar í 5. máli kirkjuþings 2009.
6. mál 2008. Þingsályktun um drög að samþykktum um innri málefni þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2008 samþykkti að beina því til biskups Íslands að drög að samþykktum
um innri málefni kirkjunnar verði áfram til kynningar og umræðu á vettvangi
kirkjunnar og hljóti lokaafgreiðslu á kirkjuþingi 2009.
Biskup Íslands leggur nú á þessu þingi fram samþykktir um innri málefni
þjóðkirkjunnar til staðfestingar kirkjuþings.
7. mál 2008. Þingsályktun um sérþjónustu kirkjunnar.
Kirkjuþing 2008 beindi því til kirkjuráðs að tillaga til þingsályktunar um sérþjónustu
kirkjunnar, samkvæmt 7. máli kirkjuþings 2008 verði unnin áfram sem hluti af 5. máli
kirkjuþings 2008 um heildarskipan þjónustu kirkjunnar.
Sjá bókun hér að ofan um 5. mál.
8. mál 2008. Þingsályktun um kaup og sölu fasteigna.
Kirkjuþing 2008 samþykkti kaup kirkjumálasjóðs á eftirtöldum fasteignum:
Fasteign í Reykjavík sem Kirkjuhús. Málið verði afgreitt í samráði við fjárhagsnefnd
kirkjuþings.
Kirkjuráð ákvað að nýta sér ekki þessa heimild.
Kirkjuþing 2008 samþykkti sölu eftirtalinna fasteigna í eigu kirkjumálasjóðs:
1. Jörðin Bergþórshvoll I, Rangárþingi, Rangárvallaprófastsdæmi.
Jörðin var seld í júlí fyrir kr. 68 milljónir.
2. Jörðin Hvoll í Saurbæ, Dalabyggð, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi.
Málið er í vinnslu hjá fasteignasviði kirkjuráðs.