Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 106

Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 106
 106 14. mál kirkjuþings 2009 Flutt af kirkjuráði Siðareglur vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar. Inngangur Siðareglur þessar ná til vígðra þjóna íslensku þjóðkirkjunnar og starfsfólks í launuðum sem ólaunuðum störfum innan sókna og stofnana kirkjunnar. Þær eru ætlaðar til stuðnings og leiðbeiningar í þjónustu við Guð og menn. Grundvallarregla mannlegra samskipta er gullna reglan: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ (Matt. 7,12) Starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar hafa þá reglu umfram allt að leiðarljósi. Reglur Starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar eru fulltrúar kirkju sinnar og gæta þess í starfi og einkalífi að hafa virðingu hennar í heiðri og leitast við að bera fagnaðarerindi Krists vitni í orði og verki með því að: 1. Gera sér far um að mæta hverjum einstaklingi í kærleika Krists með virðingu eftir því sem skilningur og samviska bjóða hverju sinni og láta sér annt um líðan og velferð annarra. 2. Gæta vandvirkni, samviskusemi og heiðarleika í starfi og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund. 3. Virða þagnarskyldu um hvað eina sem þau verða áskynja í starfi og leynt skal fara. 4. Gæta þess að vanvirða ekki tilfinningar og tiltrú skjólstæðinga sinna. 5. Fara ekki í manngreinarálit og veita þeim kirkjulega þjónustu sem leita eftir henni. 6. Þekkja og virða takmörk sín og sækja sér faghandleiðslu og sálgæslu. 7. Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni. 8. Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum. 9. Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing. 10. Leita eftir símenntun, fræðslu og uppbyggingu í trú og kristnu samfélagi. 11. Sýna ábyrgð og trúmennsku í meðferð fjármuna. 12. Gæta hófs í umgengni við áfengi og vera öðrum fyrirmynd í þeim efnum. Í skipulögðu æskulýðsstarfi og í ferðum með börnum og ungmennum er óheimilt að neyta áfengis og annarra vímuefna. 13. Sýna ábyrg rafræn samskipti og netnotkun. 14. Vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis. 15. Vera meðvitað um að þau hafi sterkari stöðu en barnið sem þau vinna með. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum misnota aðstöðu sína. 16. Gæta varfærni og hlífðar í samskiptum við börn og skjólstæðinga í viðkvæmum aðstæðum 17. Sýna árvekni gagnvart einelti, áreitni og annarri óviðeigandi hegðun. 18. Notfæra sér ekki vitneskju eða tengsl sem verða til á vettvangi þjónustunnar í ábata- eða hagsmunaskyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.