Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 87

Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 87
 87 Málshefjandi samkvæmt 4. mgr. 27. gr. má tala tvisvar, í fyrsta skiptið í fimmtán mínútur og síðara skiptið í fimm mínútur. Aðrir mega tala tvisvar, í tíu mínútur í fyrsta sinn og fimm mínútur í annað sinn. Forseti getur heimilað lengri ræðutíma en að framan greinir ef hann telur þess þörf. Þá getur forseti takmarkað ræðutímann eða slitið umræðu með samþykki meirihluta kirkjuþingsmanna. Á þingfundi samkvæmt 5. mgr. 27. gr. ákveður forseti tilhögun umræðunnar, þar á meðal lengd ræðutíma. Fari umræður fram um tvö eða fleiri þingmál í einu, sbr. 4. mgr. 23. gr., gilda ofangreindar reglur um ræðutíma eftir því sem við á. 29. gr. Ræðumenn á kirkjuþingi eiga ekki að ávarpa aðra en forseta þingsins. Forseta er þó rétt að ávarpa þingið í heild. Ræðumenn skulu halda sér við málefni það sem til umræðu er hverju sinni. Þegar flutningsmenn mæla fyrir málum eða framsögumenn fyrir ályktunum nefnda geta þeir vísað til prentaðrar greinargerðar eða nefndarálits en eiga ekki að lesa skjölin í heild. Ræðumenn skulu æskja leyfis forseta ef þeir hyggjast lesa upp aðfengið prentað mál. 30. gr. Við fyrri eða síðari umræðu er heimilt að bera fram tillögu um frávísun máls. Hún kemur til afgreiðslu við lok umræðunnar. Í umræðum má leggja fram rökstudda dagskrártillögu þess efnis að umræðu um fyrirliggjandi mál skuli lokið og fyrir tekið næsta mál á dagskrá. Skulu atkvæði þá greidd um hana án frekari umræðna. Flutningsmaður máls getur dregið mál til baka allt til þess að það er komið til endanlegrar atkvæðagreiðslu. Dragi flutningsmaður mál til baka getur annar kirkjuþingsmaður eða sá sem situr á þinginu samkvæmt 1. mgr. 25. gr. tekið það upp á því stigi og gerst flutningsmaður málsins. 31. gr. Kjörnir þingskrifarar halda gerðabók undir umsjón forseta. Þar skal geta framlagðra og fyrirtekinna mála ásamt meginatriða umræðna og úrslita mála. Heimilt er að ráða sérstakan ritara sem annast færslu fundargerða á ábyrgð hinna kjörnu þingskrifara. Fundargerð skal liggja frammi í upphafi fundar og geta kirkjuþingsmenn gert athugasemdir við þingskrifara til næsta fundar. Þá verður fundargerð undirrituð af forseta og skrifurum. Hljóðrita skal umræður á kirkjuþingi og varðveita upptökur. 32. gr. Fundir kirkjuþings fara fram í heyranda hljóði nema þingið ákveði annað. V. kafli. Atkvæðagreiðsla 33. gr. Atkvæðisrétt á kirkjuþingi hafa kjörnir kirkjuþingsmenn einir. Afl atkvæða ræður úrslitum mála. Afgreiðsla mála er því aðeins gild að 2/3 hlutar kirkjuþingsmanna séu á fundi. 34. gr. Samþykktir um kenningarleg málefni þurfa að hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða á kirkjuþingi til að þær fái gildi enda hafi kenningarnefnd og prestastefna áður fjallað um þær. 35. gr. Við lok fyrri umræðu um þingmál skulu atkvæði greidd um það hvort málinu verði vísað til síðari umræðu. Hljóti það ekki samþykki telst málið fellt. Ef samþykkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.