Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 69
69
svipuðum hætti og hjónavígsla, nema að einungis er spurt seinni
spurningarinnar. Sama á við um hjón sem vilja endurnýja hjúskaparheit sín.
8. Prestur sem annast blessun borgarlegs hjónabands ber ábyrgð á því að tónlist
og annað sem fram fer við athöfnina samrýmist tilefninu og helgi stundarinnar.
Lög, reglur og aðrar réttarheimildir
Hjúskaparlög nr. 31/1993
• Reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða, 1996 (með síðari breytingum)
• Handbók kirkjunnar, 1981
• Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar, 2004
• Fjölskyldustefna kirkjunnar, 2006
X. Staðfesting samvistar
Staðfest samvist
Staðfesting samvistar í kirkju er helgiathöfn þar sem tveir einstaklingar af sama kyni
heita hvor öðrum ævitryggðum, að eiga, njóta og þiggja saman önn sem yndi lífsins,
gleði og sorgir. Kirkjan umlykur parið fyrirbæn sinni og vill með Jesú Krist sem
fyrirmynd sýna því samfélag hinnar gagnkvæmu þjónustu og þörf allra fyrir samfélag
við Guð og náungann utan hrings fjölskyldunnar. Návist Guðs á heimili og í fjöl-
skyldulífi veitir parinu hjálp til að lifa saman í kærleika og umhyggju og vera vottur
þess í umhverfi sínu.
Staðfesting samvistar fer fram eftir þar til ætluðu formi og felur í sér ritningarlestur og
bæn, heitorð parsins um tryggð, ást og virðingu, yfirlýsingu um að parið sé í staðfestri
samvist, ásamt bæn kirkjunnar og blessun.
Prestum þjóðkirkjunnar er heimilt að blessa sambúð þeirra sem staðfest hafa samvist
sína og skuldbindingar fyrir borgaralegum vígslumönnum.
Athöfnin
1. Staðfesting samvistar fer fram samkvæmt þar til ætluðu formi.
2. Staðfesting samvistar annast prestur sem rétt hefur sem vígslumaður skv.
lögum um staðfesta samvist að undangenginni könnun skilyrða fyrir stað-
festing samvistar sem löggiltur könnunarmaður annast. Presti ber að gæta vel
allra formsatriða og skilyrða, svo sem fyrir er mælt í lögum um staðfesta sam-
vist. Prestar þjóðkirkjunnar eru vígslumenn að lögum einungis þegar annar
aðili eða báðir tilheyra þjóðkirkjunni. Vígsluréttur er einungis gildur í íslenskri
lögsögu.
3. Staðfesting samvistar skal ætíð fara fram í viðurvist tveggja votta (svara-
manna) sem eru lögráða.
4. Prestur skal jafnan gæta þess að undirbúa staðfesting samvistar með samtali
við parið um þær skuldbindingar sem í staðfestri samvist felast.
5. Prestur sem annast staðfesting samvistar ber ábyrgð á því að tónlist og annað
sem fram fer við athöfnina samrýmist tilefninu og helgi stundarinnar.
6. Sóknarprestur skal sjá til þess að staðfest samvist sé færð til kirkjubókar og
skýrsla þar að lútandi sé send Þjóðskrá.
Blessun staðfestrar samvistar
7. Blessun staðfestrar samvistar fer fram samkvæmt þar til ætluðu blessunar-
formi.
8. Prestur sem annast blessun staðfestrar samvistar ber ábyrgð á því að tónlist og
annað sem fram fer við athöfnina samrýmist tilefninu og helgi stundarinnar.