Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 37

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 37
 37 Biskupsstofa óskaði eftir umræðum um samning við Sjúkratryggingar Íslands um prestsþjónustu við sjúkrahúsið í Gautaborg vegna íslenskra sjúklinga sem þangað eru sendir í líffæraflutninga. Gangi það ekki eftir verður það embætti væntanlega einnig lagt niður. Sálmabókin Kirkjuráð hefur fylgst með vinnu við endurskoðun sálmabókar og hafa dr. Einar Sigurbjörnsson, prófessor, formaður sálmabókarnefndar og Hörður Áskelsson, organisti og söngmálastjóri þjóðkirkjunnar komið á fund kirkjuráðs. Nefndin sem starfað hefur frá árinu 2005 er skipuð fimm fulltrúum, auk formanns svo og fjölmennum ráðgjafahópi. Meginstofn núverandi sálmabókar sem kom út 1997/2002, er sálmabókin frá 1972 (532 sálmar). Til viðbótar eru sálmar sem gefnir voru út 1991 og nokkrir nýir sálmar 1997. Nefndin hefur farið yfir alla þá sálma sem eru í núverandi sálmabók og er nokkurn veginn ljóst orðið hvaða sálmar verða áfram og hverjir verða felldir niður. Eftir að söngmálastjóri og formaður sálmabókarnefndar höfðu komið á fund kirkjuráðs hélt sálmabókarnefnd fund 29. september og samþykkti þar eftirfarandi um útgáfu nýrrar sálmabókar: „Í ljósi þess sem fram kom á þeim fundi (fulltrúa sálma- bókarnefndar og kirkjuráðs) og fjárhagsstöðu íslensku kirkjunnar var ákveðið að fresta öllum áformum um útgáfu sálmasöngsbókar. Þess í stað verður organistum sent hjálparefni gegnum netið. Einnig var ákveðið að leggja til hliðar að svo stöddu áform um að ný sálmabók skuli vera tilbúin til notkunar 1.sd. í aðventu 2011. Þá er ekki heldur ætlunin lengur að gefa út tvær bækur, eina með nótum og aðra án, heldur eindregið stefnt að því að gefa út eina sálmabók með nótum. Fundurinn samþykkir að skipa sérstaka undirnefnd sálmabókarnefndar til að fara yfir kostnaðinn við útgáfuna. Í henni eru Jón Helgi Þórarinsson, Hörður Áskelsson, Edda Möller og fjármálastjórinn Sigríður Dögg Geirsdóttir, sem sérstakur ráðgjafi nefndarinnar.“ Þessi nefnd hefur þegar tekið til starfa. Kapella sr. Jóns Steingrímssonar Samþykkt var að framlengja til þriggja ára, samning vegna Kapellu sr. Jóns Stein- grímssonar á Kirkjubæjarklaustri. Samningurinn rann út um síðustu áramót. Öllum má ljóst vera að Minningarkapella Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjarklaustri hafi sérstöðu vegna mikils fjölda ferðamanna og annarra sem sækja staðinn. Lokið er nú gerð Eldmessu, stuttrar margmiðlunarmyndar um hamfarir og afleiðingar Skaftárelda og hafnar sýningar á henni við mjög góðar undirtektir áhorfenda. Þar kemur fram hin mikla trúfesta sr. Jóns og styrk handleiðsla við hin hrjáðu sóknarbörn og marga fleiri. Jafnframt kom skýrt fram í erindum fræðimanna, sem voru flutt við undirbúning myndarinnar, hversu merkilegt bókmenntaverk Ævisaga hans er og Eldritið enn í fremstu röð eldgosarita í heimi. Hróður sr. Jóns Steingrímssonar mun því halda áfram að festast í sessi í huga sívaxandi fjölda innlendra og erlendra ferðamanna, sem heimsækja Kirkjubæjarklaustur. Eftirfylgd við fólk í erfiðum aðstæðum Á kirkjuþingi 2006 var samþykkt að koma á fót tilraunaverkefni um uppbyggingu og eflingu kærleiksþjónustu sem lyti að eftirfylgd við syrgjendur í söfnuðum landsins. Með flutningi tillögunnar og samþykkt hennar var mótuð sú stefna að kirkjunni bæri að efla og móta skýrar hvers kyns eftirfylgd við einstaklinga í söfnuðum landsins til að hjálpa þeim að takast á við afleiðingar áfalla og sorgar og vinna úr slíkri reynslu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.