Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 90

Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 90
 90 Fasteignanefnd semur tillögur að árlegri fjárhagsáætlun vegna reksturs fasteigna, er skulu lagðar fyrir kirkjuráð, eigi síðar en í júnímánuði árið á undan. Fasteignanefnd semur tillögur að þriggja ára framkvæmdaáætlun vegna viðhalds og nýbygginga fasteigna fyrir kirkjuráð er skulu lagðar fyrir ráðið eigi síðar en í júnímánuði árið á undan. 7. gr. Fasteignanefnd þjóðkirkjunnar veitir sóknum almenna fræðslu, ráðgjöf og leiðbeiningar um verklegar framkvæmdir á þeirra vegum. Fasteignanefnd skal liðsinna og veita þeim sóknum faglega ráðgjöf sem hyggjast ráðast í nýbyggingar kirkna, safnaðarheimila, þjónustuhúsa eða meiri háttar viðhaldsframkvæmdir. Fasteignanefnd fer árlega yfir umsóknir í Jöfnunarsjóð sókna og veitir umsögn til Kirkjuráðs. Umsagnar fasteignanefndar er þó ekki þörf ef umsókn varðar einungis fjárhagsleg atriði. Umfjöllun fasteignanefndar er skilyrði fyrir afgreiðslu umsóknar til Jöfnunarsjóðs sókna. Jöfnunarsjóður skal kosta þá vinnu og aðra faglega ráðgjöf eftir þörfum. Óski kirkjuráð þess veitir fasteignanefnd ráðinu ráðgjöf um hvort samþykkja skuli áform sóknarnefndar um nýbyggingu. Fasteignanefnd sinnir að öðru leyti þeim verkefnum á sviði fasteignaumsýslu þjóðkirkjunnar sem kirkjuráð beinir til nefndarinnar. 8. gr. Fasteignasvið þjóðkirkjunnar skal starfrækt af kirkjuráði. Fasteignasviðið sinnir daglegum rekstri þeirra verkefna sem fasteignanefnd og kirkjuráði eru falin í starfs- reglum þessum, eftir nánari fyrirmælum nefndarinnar og ráðsins. Kirkjuráð skipar sviðsstjóra fasteignasviðs og felur honum að annast daglegan rekstur fasteigna og eignaumsýslu samkvæmt samþykktri fjárhags- og framkvæmdaáætlun. Kirkjuráð skipar staðgengil sviðsstjóra. Fasteignanefnd getur veitt tilteknum starfs- mönnum á fasteignasviði umboð til undirritunar tiltekinna skjala s.s. haldsbréfa og leigusamninga. 9. gr. Sviðsstjóri ákveður umbúnað fasteigna kirkjumálasjóðs og ásýnd þeirra í sam- ráði við fasteignanefnd. Skal hann m.a. taka tillit til fornminja, náttúruminja, húsa- friðunar, umhverfisstefnu og ferðaþjónustu eftir því sem við getur átt. 10. gr. Óheimilt er að vinna að endurbótum á fasteignum kirkjumálasjóðs eða stofna til útgjalda þeirra vegna nema á grundvelli samþykktrar fjárhags- og framkvæmda- áætlunar og með skriflegu samþykki sviðsstjóra fasteignasviðs. III. Kafli. Prestssetur 11. gr. Prestssetur, þar sem þess er getið í starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði, er prestsbústaður ásamt lóð, eða prestssetursjörð með íbúðarhúsi, mann- virkjum og hlunnindum, Prestssetur er aðsetur þjónandi prests og hluti embættis hans. Prestssetur er í umsjá kirkjumálasjóðs og viðkomandi prests. Prestur skal eiga lög- heimili á prestssetrinu og sitja prestssetrið, nema biskup heimili annað um stundar- sakir, sbr. ákvæði 2. mgr. 42. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997. Hafi kirkjumálasjóður ekki yfir húsnæði að ráða fyrir prest í prestakalli þar sem prestssetur skal vera er heimilt að semja við prestinn um leigu á húsnæði í hans eigu eða umsjá sem prestssetur í prestakallinu. Heimilt er að leigja húsnæði til bráðabirgða utan prestakalls fáist ekki viðunandi húsnæði innan þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.