Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 90
90
Fasteignanefnd semur tillögur að árlegri fjárhagsáætlun vegna reksturs fasteigna, er
skulu lagðar fyrir kirkjuráð, eigi síðar en í júnímánuði árið á undan.
Fasteignanefnd semur tillögur að þriggja ára framkvæmdaáætlun vegna viðhalds og
nýbygginga fasteigna fyrir kirkjuráð er skulu lagðar fyrir ráðið eigi síðar en í
júnímánuði árið á undan.
7. gr. Fasteignanefnd þjóðkirkjunnar veitir sóknum almenna fræðslu, ráðgjöf og
leiðbeiningar um verklegar framkvæmdir á þeirra vegum. Fasteignanefnd skal
liðsinna og veita þeim sóknum faglega ráðgjöf sem hyggjast ráðast í nýbyggingar
kirkna, safnaðarheimila, þjónustuhúsa eða meiri háttar viðhaldsframkvæmdir.
Fasteignanefnd fer árlega yfir umsóknir í Jöfnunarsjóð sókna og veitir umsögn til
Kirkjuráðs. Umsagnar fasteignanefndar er þó ekki þörf ef umsókn varðar einungis
fjárhagsleg atriði.
Umfjöllun fasteignanefndar er skilyrði fyrir afgreiðslu umsóknar til Jöfnunarsjóðs
sókna. Jöfnunarsjóður skal kosta þá vinnu og aðra faglega ráðgjöf eftir þörfum.
Óski kirkjuráð þess veitir fasteignanefnd ráðinu ráðgjöf um hvort samþykkja skuli
áform sóknarnefndar um nýbyggingu.
Fasteignanefnd sinnir að öðru leyti þeim verkefnum á sviði fasteignaumsýslu
þjóðkirkjunnar sem kirkjuráð beinir til nefndarinnar.
8. gr. Fasteignasvið þjóðkirkjunnar skal starfrækt af kirkjuráði. Fasteignasviðið sinnir
daglegum rekstri þeirra verkefna sem fasteignanefnd og kirkjuráði eru falin í starfs-
reglum þessum, eftir nánari fyrirmælum nefndarinnar og ráðsins.
Kirkjuráð skipar sviðsstjóra fasteignasviðs og felur honum að annast daglegan rekstur
fasteigna og eignaumsýslu samkvæmt samþykktri fjárhags- og framkvæmdaáætlun.
Kirkjuráð skipar staðgengil sviðsstjóra. Fasteignanefnd getur veitt tilteknum starfs-
mönnum á fasteignasviði umboð til undirritunar tiltekinna skjala s.s. haldsbréfa og
leigusamninga.
9. gr. Sviðsstjóri ákveður umbúnað fasteigna kirkjumálasjóðs og ásýnd þeirra í sam-
ráði við fasteignanefnd. Skal hann m.a. taka tillit til fornminja, náttúruminja, húsa-
friðunar, umhverfisstefnu og ferðaþjónustu eftir því sem við getur átt.
10. gr. Óheimilt er að vinna að endurbótum á fasteignum kirkjumálasjóðs eða stofna
til útgjalda þeirra vegna nema á grundvelli samþykktrar fjárhags- og framkvæmda-
áætlunar og með skriflegu samþykki sviðsstjóra fasteignasviðs.
III. Kafli. Prestssetur
11. gr. Prestssetur, þar sem þess er getið í starfsreglum um skipulag kirkjunnar í
héraði, er prestsbústaður ásamt lóð, eða prestssetursjörð með íbúðarhúsi, mann-
virkjum og hlunnindum, Prestssetur er aðsetur þjónandi prests og hluti embættis hans.
Prestssetur er í umsjá kirkjumálasjóðs og viðkomandi prests. Prestur skal eiga lög-
heimili á prestssetrinu og sitja prestssetrið, nema biskup heimili annað um stundar-
sakir, sbr. ákvæði 2. mgr. 42. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar
nr. 78/1997.
Hafi kirkjumálasjóður ekki yfir húsnæði að ráða fyrir prest í prestakalli þar sem
prestssetur skal vera er heimilt að semja við prestinn um leigu á húsnæði í hans eigu
eða umsjá sem prestssetur í prestakallinu. Heimilt er að leigja húsnæði til bráðabirgða
utan prestakalls fáist ekki viðunandi húsnæði innan þess.