Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 60

Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 60
 60 • Lög um skráð trúfélög nr. 108/1999 • Tilskipun um húsvitjanir, 1746 III. Helgihald Guðsþjónusta Fyrsti dagur vikunnar, sunnudagurinn, er Drottins dagur, helgaður Kristi sem reis upp frá dauðum. Það er Kristur sem kallar lýð sinn saman til helgrar þjónustu. Messan er hjartsláttur trúarlífsins þar sem söfnuðurinn mætir Drottni í orði og sakramentum. Í messunni fær trúin næringu til vaxtar og þroska fyrir boðun fagnaðarerindisins, samneyti heilagrar kvöldmáltíðar altarisins og samfélagið í bæn og beiðni og þakkargjörð. Frá messunni er söfnuður Krists sendur út með blessun hans. Þjóðkirkjan er hvarvetna sýnileg í athöfnum sínum og trúariðkun. Guðsþjónusta þjóðkirkjunnar stendur öllum opin. Guðsþjónustan er gjöf og köllun kirkjunnar allrar og þar birtist hinn almenni prestsdómur allra skírðra. Guðsþjónustan er verk safnaðarins, þjónusta lýðsins. Orðið messa merkir útsending. Söfnuður Krists þiggur dagskipun hans til að fara út í hversdaginn til að vitna um fagnaðarerindið og vinna verk kærleikans. Presturinn, djákninn, meðhjálparinn, hringjarinn, organistinn og söngfólkið og aðrir sem koma með beinum hætti að helgihaldinu eru þjónar safnaðarins í samfélagi heilagrar kirkju. Vígður þjónn kirkjunnar veitir guðsþjónustunni forstöðu í Krists stað og í umboði heilagrar kirkju hans. Sóknarprestur og sóknarnefnd bera ábyrgð á því að guðsþjónusta standi jafnan sóknarbörnum til boða. Sérhver sá sem til kirkju kemur og þaðan fer innir af hendi dýrmæta þjónustu hins almenna prestsdóms. Helgihald þjóðkirkjunnar 1. Helgihald þjóðkirkjunnar felst í almennri guðsþjónustu, messu, barna- og fjölskylduguðsþjónustu, tíðagjörð, fyrirbænaguðsþjónustu, kyrrðarstund, helgistund, skírn, altarisgöngu, fermingu, hjónavígslu, staðfestingu samvistar, útför. 2. Helgihald þjóðkirkjunnar er opinbert og opið öllum. Þeir sem tilheyra þjóðkirkjunni eiga rétt á að taka þátt í helgihaldi sóknar sinnar og athöfnum samkvæmt því sem Handbók kirkjunnar mælir fyrir um. 3. Sóknarbörn eiga rétt á að sækja helgihald og prestsþjónustu utan sóknar sinnar ef svo ber undir. Frumskylda presta þjóðkirkjunnar er við eigin sóknarbörn. 4. Í hverri sókn skal að jafnaði halda almenna guðsþjónustu hvern helgan dag og á hátíðum kirkjuársins. Þar sem aðstæður krefjast geta fleiri en ein sókn í prestakalli eða á samstarfssvæði sameinast um almenna helgidagaguðsþjón- ustu og annað helgihald. 5. Almenna helgidagaguðsþjónustu skal halda í samræmi við Handbók kirkjunnar. 6. Sóknarprestur ber ábyrgð á helgihaldi sóknarkirkju sinnar. Sóknarprestur eða sá prestur sem annast guðsþjónustu safnaðarins í umboði hans, ákveður í samráði við organista sálma og lög sem sungin skulu. 7. Messu sóknarinnar skal einungis prestur leiða. Djákni getur og leitt guðsþjónustu sóknarinnar í umboði og á ábyrgð sóknarprests. Leikmaður getur leitt guðsþjónustu sóknarinnar í umboði og á ábyrgð sóknarprests með sérstöku leyfi biskups. 8. Einungis sá sem hlotið hefur prestsvígslu má hafa um hönd sakramenti kirkjunnar. Í neyðartilvikum, þegar ekki næst til prests, getur þó sérhver
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.