Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 45
45
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2010 lækkar framlag í Jöfnunarsjóð um 12% milli
áranna 2009 og 2010 eða um 46,1 m.kr. miðað við fjárlög 2009. Ef fjárlagafrumvarp
2010 er borið saman við óskertan grunn sóknargjalda árið 2009 er um 17,1%
niðurskurð að ræða eða um 68,7 m.kr.
Kirkjubyggingasjóður rann inn í ábyrgðadeild Jöfnunarsjóðs sókna árið 2002. Miðað
við stöðu ábyrgðadeildarinnar í árslok 2008 er heimild til ábyrgðaveitinga um 1.035,1
m.kr. samkvæmt ársreikningi. Veittar ábyrgðir voru á sama tíma um 321,5 m.kr.
Samkvæmt tilmælum Ríkisendurskoðunar ákvað kirkjuráð að óska eftir því við
dómsmála- og mannréttindaráðuneytið að breyta reglugerð og lækka höfuðstól
ábyrgðadeildar sjóðsins. Miðað við þær breytingar getur sjóðurinn ábyrgst um 500
m.kr.
Rekstraráætlun Jöfnunarsjóðs sókna 2010 - í milljónum króna
Tekjur
Áætlun
2010
Rauntölur
jan. - sept.
2009
Endursk.
áætlun
jan.-des.
2009
Frávik
2009 %
Rauntölur
2008
Framlag ríkis 333,0 284,0 361,7 -77,7 -21,5% 376,6
Vaxtatekjur 15,0 5,2 20,0 -14,8 -25,0% 46,4
Tekjur samtals 348,0 289,2 381,7 -92,5 -8,8% 423,0
Gjöld
Framlag til Kirkjumálasjóðs 52,2 70,6 70,6 0,0 0,0% 65,6
Kostnaðarhlutd. í rekstri Biskupsstofu 5% af framlagi16,7 19,3 19,0 0,3 1,6% 18,4
Framlag v. starfsm. og verke. Jöfnunarsj. 18,0 23,0 23,0 0,0 0,0% 14,0
Framlög til sókna 200,8 295,9 291,5 4,4 1,5% 295,7
Til Biskupsstofu v. hagr.kröfu ríkis 2010 60,4 0,0 0,0 ***
Gjöld 348,1 408,8 404,1 4,7 1,2% 393,7
Tekjuafgangur/-tekjuhalli 0,0 -119,6 -22,4 29,3
Fyrri umræða um úthlutun Jöfnunarsjóðs sókna til sókna fór fram á fundi kirkjuráðs í
október 2009, en héraðsnefndum gefst kostur á að skoða úthlutanir og gera breytinga-
tillögur. Gert er ráð fyrir að Jöfnunarsjóður sókna taki þátt í hagræðingarkröfu ríkisins
vegna fjárlagaliðarins 06-701 þjóðkirkjan/Biskup Íslands allt að fjárhæð 60,3 m.kr. Í
fjárhagsáætlun 2010 er gert ráð fyrir að 15% af ráðstöfunartekjum Jöfnunarsjóðs renni
inn í Kirkjumálasjóð eins og undanfarin ár. Við úthlutun nú úr Jöfnunarsjóði sókna
eru nýframkvæmdir að jafnaði ekki styrktar og mælst til að fresta þeim sem hafnar eru
ef kostur er. Vilyrði eru ekki gefin fram í tímann vegna viðhaldsframkvæmda.
Kirkjuráð fer þess á leit við sóknir að endursamið verði um skuldir þeirra við
lánastofnanir til að létta greiðslubyrði.
Fjárfestingastefna kirkjuráðs 2010
Á kirkjuþingi 2009 var samþykkt þingsályktunartillaga um fjárfestingastefnu
þjóðkirkjunnar og kirkjuráði falið að fylgja eftir framkvæmd hennar. Samkvæmt
stefnunni ber kirkjuráði að leggi árlega fyrir kirkjuþing fjárfestingastefnu á grundvelli
ályktunarinnar.
Kirkjuráð hefur samþykkt að fjármunir séu í vörslu Einkabankaþjónustu Eigna-
stýringar Nýja Kaupþings. Einkabankaþjónustan leggur áherslu á öryggi í viðskiptum,
trausta fjármálaráðgjöf, fagleg vinnubrögð og skilvirka upplýsingagjöf til viðskipta-
vina.