Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 30

Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 30
 30 Tónskóla þjóðkirkjunnar og Lenka Mateova, organisti Kópavogskirkju. Varamenn eru þau Guðný Einarsdóttir organisti í Fella-og Hólakirkju, Douglas Brotchie organisti í Háteigskirkju og Jörg Sondermann organisti Selfosskirkju. Skipan nefndarinnar gildir til 30. júní 2011. Stjórn Siðfræðistofnunar Kirkjuráð samþykkti að skipa áfram sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur verkefnisstjóra á Biskupsstofu sem fulltrúa þjóðkirkjunnar í stjórn Siðfræðistofnunar. Skipun í minningarsjóð Ingibjargar Ólafsson á Íslandi. Kirkjuráð skipaði Sigríði M. Jóhannsdóttur, kirkjuráðsmann í stjórn Minningarsjóðs Ingibjargar Ólafsson. Fyrir eru vígslubiskupinn á Hólum, sr. Jón Aðalsteinn Bald- vinsson og Ragnhildur Benediktsdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, sem er fulltrúi biskups Íslands. Hjálparstarf kirkjunnar Kirkjuráð samþykkti árið 2008 að skipa áfram Ingibjörgu Pálmadóttur, Kristínu Magnúsdóttur og Þorstein Pálsson sem fulltrúa kirkjuráðs í fulltrúaráð Hjálpar- starfsins. Varamaður er Rannveig Sigurbjörnsdóttir. Öll eru þau skipuð til tveggja ára eða til 2010. Kirkjuráð samþykkti árið 2009 að skipa Lóu Skarphéðinsdóttur áfram til tveggja ára. Þar sem Hrafnhildur Sigurðardóttir hefur setið samfellt í sex ár er ekki unnt að skipa hana áfram samkvæmt skipulagsskránni. Kirkjuráð samþykkti að skipa í hennar stað Helgu Halldórsdóttur kirkjuþingsmann, Vík í Mýrdal, til tveggja ára. Guðbjörg Matthíasdóttir, Vestmannaeyjum, er skipuð áfram varamaður til tveggja ára. Stjórn Kirkjuhússins - Skálholtsútgáfunnar Í samræmi við ákvæði skipulagsskrár Kirkjuhússins - Skálholtsútgáfunnar hefur kirkjuráð samþykkt að skipa áfram sr. Halldór Reynisson og sr. Bernharð Guðmunds- son til næstu þriggja ára. Kirkjuráð skipaði sr. Guðna Má Harðarson til þriggja ára. Stjórn Fjölskylduþjónustu kirkjunnar Stjórnina skipa Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur, formaður; sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur og sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur. Varamenn eru Ásbjörn Jónsson, lögfræðingur; sr. Friðrik Hjartar, prestur; og sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Skipunartími stjórnarinnar rann út um síðustu áramót og fór því kirkjuráð þess á leit við stjórn Fjölskylduþjónustunnar að hún sæti til 1. júlí 2009. Nú liggur fyrir þinginu tillaga að nýjum starfsreglum um Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Stjórn Skálholts Stjórn Skálholts starfar í umboði kirkjuráðs. Stjórnin er skipuð þannig að vígslubiskup, sr. Sigurður Sigurðarson, er formaður og aðrir í stjórn eru kirkjuráðs- mennirnir sr. Kristján Björnsson og Jóhann E. Björnsson. Þá var ákveðið að sr. Halldór Gunnarsson verði varamaður sr. Kristjáns og Sigríður M. Jóhannsdóttir vara- maður Jóhanns, en þau sitja bæði í kirkjuráði. Samstarfshópur um tilraunaverkefni um Grafarvogssókn Kirkjuþing 1999 samþykkti að tilraun yrði gerð með starfrækslu Grafarvogssóknar og Grafarvogsprestakalls í óbreyttri mynd í 10 ár frá 1. janúar 2001 að telja. Samþykkt þessi kæmi til endurskoðunar að fimm árum liðnum. Tillagan fól í sér að kannað yrði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.