Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 91

Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 91
 91 12. gr. Fasteignanefnd ásamt viðkomandi presti fer með málefni prestsseturs og almennt fyrirsvar þeirra. Nefndin fer með stjórn prestssetursjarða gagnvart prestum á prestssetursjörðum samkvæmt ábúðalögum eftir því sem við getur átt og gegnir hlutverki leigusala gagnvart presti í prestsbústað með þeim afbrigðum sem leiðir af sérstöðu prestssetra. Fasteignanefnd setur prestum haldsbréf vegna afnota þeirra af prestssetrum. Skal það liggja fyrir þegar prestsembætti er auglýst. Fasteignanefnd gerir leigusamninga vegna prestssetra, hluta prestssetra eða réttinda, sem þeim tilheyra, aðra en þá sem prestum er heimilt að gera skv. ákvæðum haldsbréfa. 13. gr. Prestur hefur varðveisluskyldu gagnvart prestssetri, sem hann situr, enda þótt hann njóti ekki allra hluta þess. Prestur skal gera fasteignanefnd þjóðkirkjunnar og prófasti viðvart án tafar ef hann telur að hlunnindi, ítök, greiðslumark, gæði eða réttindi prestssetursjarðar séu illa nýtt, vanrækt eða hætta á að þau gangi undan. Um eftirlitsskyldu prófasta fer eftir ákvæðum gildandi starfsreglna um prófasta hverju sinni. 14. gr. Prestssetur skal ávallt tekið út við viðtöku og skil prests á því. Prestur á rétt á úttekt er hann tekur við prestssetri eða ef verulegar endurbætur hafa farið fram á prestsbústað eða ef hann tekur við hluta prestsseturs sem hann hefur ekki haft til umráða áður. Við úttekt prestssetursjarða skal fylgja ákvæðum ábúðalaga eftir því sem við á. Kostnaður, vegna úttektarmanna þ.e. ferðakostnaður og vinna, skal greiddur af kirkjumálasjóði og presti. 15. gr. Prestur hefur öll lögmæt og eðlileg afnot prestsseturs meðan hann gegnir embætti samkvæmt haldsbréfi og gildandi starfsreglum hverju sinni. Prestur hefur umsjón með prestssetri og nýtur arðs og hlunninda samkv. ákvæðum í haldsbréfi. Prestur getur eigi ráðstafað prestssetri eða réttindum sem því tengjast, þannig að það bindi kirkjumálasjóð og/eða þannig að ráðstöfun gildi lengur en hann gegnir embætti sínu, án samþykkis fasteignanefndar og annarra lögmæltra aðilja hverju sinni. Prestur getur ekki, án samþykkis fasteignanefndar, ráðstafað prestssetri nema í samræmi við eðlileg og hefðbundin not þess. Alla samninga, sem fela í sér varanlega skerðingu eða breytingu á prestssetri, ásýnd þess - eða viðbætur við prestssetrið - gerir fasteignanefnd, svo og löggerninga vegna réttinda sem undanskilin kunna að vera afnotarétti prests. 16. gr. Presti er heimilt, með samþykki fasteignanefndar, að leigja prestssetur að hluta eða í heild, þriðja aðila um skamma hríð, t.d. meðan prestur er í leyfi. Prestur í leyfi ber hvorki ábyrgð á né ber hann kostnað af prestssetri að hluta eða í heild ef afleysingaprestur fær það til afnota og leigu samkvæmt samningi við fasteignanefnd. 17. gr. Að fengnu skriflegu leyfi sviðsstjóra fasteignasviðs hefur prestur umsjón með og kostar minniháttar lagfæringar á prestssetri umfram það sem presti er skylt skv. gildandi lögum hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.