Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 103
103
Verkefni: Helgisiðanefnd, handbókarnefnd og sálmabókarnefnd gæti að kynja-
samþættingu í störfum sínum varðandi málfar og efnisval í nýrri sálmabók
og nýrri handbók.
Ábyrgð og framkvæmd: Helgisiðanefnd, Handbókanefnd, Sálmabókanefnd.
Tímamörk: Hvað varðar sálmabók: Útgáfudagur. (1. sunnud. í aðventu 2011).
Hvað varðar handbók: Útgáfudagur.
3. Jöfn laun og kjör starfsfólks
Í lögum nr. 10/2008 er hvers konar mismunun á grundvelli kyns óheimil. Samkvæmt
19. gr.6 ber hverjum atvinnurekanda að greiða starfsfólki sínu sömu laun og veita
sömu kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Starfsmönnum er ávallt heimilt, ef þeir
kjósa svo, að skýra frá launakjörum sínum. Á árabilinu skal sérstaklega horft til þess
að safna saman og greina tölulegar upplýsingar út frá kyni og vinna gegn launa-
misrétti.
Verkefni: Safnað verði upplýsingum um laun innan kirkjunnar, annars vegar á
prófastsdæmisvísu hvað starfsfólk safnaða varðar og hins vegar á landsvísu
hvað presta og starfsfólk Biskupsstofu og stofnana kirkjunnar varðar.
Ábyrgð og framkvæmd: Prófastar (starfsfólk safnaða) og Biskupsstofa (prestar
á landsvísu og starfsfólk Biskupsstofu og stofnana) og þeim til aðstoðar
aðilar sem sjá um laun innan kirkjunnar.
Tímamörk: Niðurstöðurnar verði lagðar fram á héraðsfundum og á kirkjuþingi
árin 2010, 2011 og 2012.
4. Staða kynjanna innan kirkjunnar
4.1. Að greina hlut kvenna innan kirkjunnar.
Þess skal gætt að við tilnefningar og skipan í ráð og nefndir að farið sé eftir 15. gr.
laga nr. 10/20087.
Hins sama skal gætt við ráðningar á starfsfólki sókna og stofnana kirkjunnar að sem
jafnast hlutfall sé milli kynjanna. Á árabilinu skal sérstaklega horft til þess að taka
saman tölulegar upplýsingar, greina þær út frá kyni og gera skýrslu um stöðuna.
Verkefni: Í Árbók kirkjunnar og á heimasíðu jafnréttisnefndar kirkjunnar verði
birtar árlega upplýsingar um kynjahlutföll í nefndum, ráðum og stjórnum,
sem þar eru birtar.
Ábyrgð og framkvæmd: Prófastar, Biskupsstofa og jafnréttisnefnd kirkjunnar.
Tímamörk: Tölulegar upplýsingar birtist í Árbók kirkjunnar 2010 og 2011.
Skýrslan komi út í ágúst 2012.
6 19. gr. Konum og körlum er starfa hjá sama atvinnurekanda skulu greidd jöfn laun og skulu njóta sömu
kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt
fyrir konur og karla. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynja-
mismunun. Starfsmönnum skal ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef þeir kjósa svo.
7 15. gr. Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera. Við skipun í nefndir, ráð og
stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna
en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga
og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að. Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á
vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Tilnefningaraðila er heimilt að víkja frá
skilyrði 1. málsl. þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og
konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess. Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæði 1. mgr.
ef undanþáguheimild 2. mgr. á við.