Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 21
21
3. Jörðin Prestbakki II, Húnavatnsprófastsdæmi.
Málið er í vinnslu hjá fasteignasviði kirkjuráðs.
4. Prestsbústaðurinn Víðihlíð 8, Sauðárkróki, Skagafjarðarprófastsdæmi.
Fasteignin var seld og önnur keypt í staðinn, þ.e. einbýlishús að Barmahlíð 7,
Sauðárkróki.
5. Prestsbústaðurinn Sunnuvegur 6, Þórshöfn, Langanesbyggð,
Þingeyjarprófastsdæmi.
Fasteignin var seld og önnur fasteign á Þórshöfn hefur ekki verið keypt að svo stöddu.
Sóknarpresturinn fékk tímabundna heimild til að búa áfram á Skeggjastöðum.
6. Tíu hektara landspilda úr landi prestssetursjarðarinnar Breiðabólsstaðar, Rangár-
vallaprófastsdæmi.
Málið er í athugun hjá fasteignasviði kirkjuráðs.
7. Kirkjuhúsið, Laugavegi 31, Reykjavík.
Kirkjuráð ákvað að hætta við sölu fasteignarinnar.
8. Prestsbústaðurinn Túngata 28, Tálknafirði, Vestfjarðaprófastsdæmi.
Fasteignin var seld á kr. 7,1 milljón.
Makaskipti á tveimur landspildum úr landi prestssetursjarðarinnar Grenjaðarstaðar,
Þingeyjarprófastsdæmi, önnur um 10,3 hektarar að stærð og hin um 7,1 hektari að
stærð og sambærilegum spildum úr landi grannjarðarinnar Aðalbóls.
Málið er í vinnslu hjá fasteignasviði kirkuráðs.
9. mál 2008. Þingsályktun um fjárfestingarstefnu þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing 2008 samþykkti eftirfarandi fjárfestingarstefnu þjóðkirkjunnar og fól
kirkjuráði að fylgja eftir framkvæmd hennar.
Markmiðið með fjárfestingum þjóðkirkjunnar er að styrkja og efla starf kirkjunnar um
land allt. Þjóðkirkjan leggur áherslu á að tryggja bestu ávöxtun fjármuna sinna, með
eins lítilli áhættu og kostur er á hverjum tíma og meti fjárfestingarkosti í ljósi sam-
félagslegrar ábyrgðar og kristinna siðgilda. Fjármunir skulu einkum ávaxtaðir hjá
traustum innlánsstofnunum. Kirkjuráð leggur árlega fyrir kirkjuþing fjárfestingastefnu
á þessum grundvelli.
Kirkjuráð leggur fram til umræðu og ályktunar í 2. máli kirkjuþings 2009 um fjármál
kirkjunnar fjárfestingarstefnu þjóðkirkjunnar vegna 2010.
Þjóðkirkjan á varasjóð ábyrgðardeildar Jöfnunarsjóðs sókna, sbr. reglugerð um
ábyrgðir nr. 865/2001.
Ábyrgðir Jöfnunarsjóðs sókna eru nú fyrir um 370 milljónum kr. lánum sókna.
Tilmæli bárust frá ríkisendurskoðun um að höfuðstóll ábyrgðardeildar yrði lækkaður.
Kirkjuráð samþykkti að óska eftir því við dóms- og kirkjumálaráðherra að reglugerð
um ábyrgðir Jöfnunarsjóðs sókna nr. 865/2001 yrði breytt til samræmis við tilmæli
ríkisendurskoðunar.
Þjóðkirkjan byggir upp varasjóð í kirkjumálasjóði til að mæta áföllum og skal höfuð-
stóll sjóðsins nema allt að árlegum tekjum hans samkvæmt lögum um kirkjumálasjóð
og Kristnisjóð. Til varasjóðsins skal renna hluti sölutekna af fasteignum og fjár-