Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 68
68
Lög, reglur og aðrar réttarheimildir
• Handbók kirkjunnar, 1981
• Forordning áhrærandi uppvaxandi ungdómsins confirmation og staðfesting i hans
skírnarnáð 13. janúar 1736
• Konungsbréf til biskupanna um confirmation 29. maí 1744
• Tilskipan um ferminguna 25. maí 1759
• Konungsbréf 14. nóv. 1832 veitir biskupum vald til að veita undantekningar frá
aldursmörkum
• Námskrá fermingarstarfanna, 1999
• Fræðslustefna kirkjunnar, 2004
• Bréf biskups og helgisiðanefndar, 2005
IX. Hjónavígsla
Hjónvígsla, hjónaband
Kirkjuleg hjónavígsla er helgiathöfn þar sem karl og kona heita hvort öðru ævi-
tryggðum, að eiga, njóta og þiggja saman önn sem yndi lífsins, gleði og sorgir.
Hjónavígslan er tjáning gleði og fagnaðar, samstöðu, ábyrgðar og vonar á þessum
vegamótum lífsins sem þau tvö standa á. Kirkjan umlykur þau fyrirbæn sinni og vill
með Jesú Krist sem fyrirmynd sýna brúðhjónunum samfélag hinnar gagnkvæmu
þjónustu og þörf allra fyrir samfélag við Guð og náungann utan hrings fjölskyldunnar.
Návist Guðs í hjónabandinu veitir hjónunum hjálp til að lifa saman í kærleika og
umhyggju og vera vottar þess í umhverfi sínu.
Hjónin játast hvort öðru opinberlega fyrir Guði og söfnuðinum, heita því að vera hvort
öðru trú, elska og virða hvort annað. Guð sameinar þau, þau tvö verða eitt. Presturinn
minnir þau á skuldbindingar og ábyrgð og fyrirheit hjónabandsins, og lýsir þau hjón
og leggur blessun Guðs yfir hjúskap þeirra. Viðstaddir biðja fyrir þeim og heimili
þeirra.
Hjónavígsluathöfnin
1. Hjónavígsla er guðsþjónusta sem skal fara fram samkvæmt Handbók
kirkjunnar. Hún felur í sér ritningarlestur og bæn, heitorð brúðhjónanna um
tryggð, ást og virðingu, yfirlýsingu um að þau séu hjón ásamt bæn kirkjunnar
og blessun.
2. Hjónavígsla skal ætíð fara fram í viðurvist tveggja votta (svaramanna) sem eru
lögráða.
3. Prestur sem annast hjónavígslu ber ábyrgð á því að tónlist og annað sem fram
fer við athöfnina samrýmist tilefninu og helgi stundarinnar.
4. Prestur skal jafnan gæta þess að undirbúa hjónavígslu með samtali við
hjónaefni um þær skuldbindingar sem í henni felast.
5. Hjónavígslu annast prestur sem rétt hefur sem vígslumaður skv.
hjúskaparlögum, að undangenginni könnun hjúskaparskilyrða sem löggiltur
könnunarmaður annast. Presti ber að gæta vel allra formsatriða og skilyrða,
svo sem fyrir er mælt í hjúskaparlögum. Prestar þjóðkirkjunnar eru
vígslumenn að lögum einungis þegar annað hjónaefna eða bæði tilheyra
þjóðkirkjunni. Vígsluréttur er einungis gildur í íslenskri lögsögu.
6. Sóknarprestur skal sjá til þess að hjónavígsla sé færð til kirkjubókar og skýrsla
þar að lútandi sé send Þjóðskrá.
Blessun hjónabands
7. Hjón sem gengið hafa í borgaralegt hjónaband geta fengið blessun yfir heitorð
sín og samlíf við athöfn í kirkjunni. Slík guðsþjónusta getur farið fram með