Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 78
78
Rykkilín
9. Rykkilíni skrýðist prestur utan yfir hempu. Heimilt er að bera rykkilín og stólu
við allar athafnir.
Stóla
10. Stóla er aðeins höfð utan yfir rykkilín eða ölbu. Hún breytist eftir litum kirkju-
ársins. Prestur getur skrýðst stólu við allar athafnir.
11. Við útför má prestur skrýðast fjólublárri eða svartri stólu eða klæðast hemp-
unni einni.
Hökull
12. Hökull er messuklæði eingöngu og á ekki að nota hann við aðrar athafnir en
messuna. Ef prestur afskrýðist hökli fyrir prédikun skrýðist hann höklinum
eftir prédikun einungis ef altarisganga er.
13. Við annað helgihald, svo sem morgunsöng, aftansöng og prédikunarguðs-
þjónustu, skírn og hjónavígslu, skrýðist prestur ekki hökli, heldur aðeins
rykkilíni eða ölbu og stólu.
14. Við athafnir í heimahúsum notar prestur ekki hökul, heldur hempuna eina
ásamt rykkilíni eða ölbu og stólu.
15. Þegar fleiri en einn prestur þjóna að messunni, ber aðeins einn prestur hökul,
sá sem þjónar, en aðrir prestar séu skrýddir rykkilíni eða ölbu og stólu. Sá sem
þjónar fyrir altari og ber hökul, byrjar dýrðarsöng, biður kollektu, les
guðspjall, fer með þakkargjörðina við máltíð Drottins, útdeilir brauðinu og
lýsir blessun í lokin.
Skrúði djákna
16. Skrúði djákna er alba ásamt stólu sem borin er á vinstri öxl og skáhallt yfir á
hægri mjöðm.
Biskupsskrúði og embættisklæði
17. Embættisbúningur biskups er svört silkihempa með flauelsborðum.
18. Biskupskápa er skrúði biskups við biskupsathafnir.
19. Ef biskup notar mítur ber hann það í skrúðgöngu til og frá kirkju og leggur á
altari hægra megin við sig um leið og hann gengur fyrir það.
20. Biskupsstaf, bagal, ber biskup í vinstri hendi í skrúðgöngu og leggur við altari
eða gráður þegar í kirkju er komið.
21. Þegar biskup lýsir blessun heldur hann bagli í vinstri hendi og lýsir blessun
með þeirri hægri.
22. Við athöfn þar sem biskup er viðstaddur í embættisnafni lýsir hann ætíð
blessun í lok hennar.
Lög, reglur og aðrar réttarheimildir
• Samþykkt kirkjuþings, 1989
XVIII. Kirkjuklukkur
Klukkur og hringingar
Samkvæmt fornri venju skal vera klukka eða klukkur í hverri kirkju.
Hljómur kirkjuklukknanna er vitnisburður um lifandi Guð. Klukkurnar minna á návist
hans, kalla til bænar og tilbeiðslu, lýsa friði Guðs yfir byggð og land, og marka eyktir
mannlífsins. Samhringing kirkjuklukkna er sigurhljómur og hátíðar-, þakkaróður og
vitnisburður um Drottins nægð og náð. Því er aðeins samhringt á sunnudögum og