Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 27

Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 27
 27 12. mál 2009. Tillaga að starfsreglum um kjör til kirkjuþings. Í þessu máli er m.a. lagt til að kjördæmin verði stækkuð til muna og komið verði á nýju kerfi meðmælenda sem frambjóðandi þarf að afla til að geta boðið sig fram. Í tillögunum felst að kosið verði á milli frambjóðendanna einna og er markmið tillögunnar einkum tvíþætt. Með afdráttarlausu framboði leikra og vígðra dreifast atkvæðin ekki með sama hætti og áður. Með því að frambjóðandi aflar meðmælenda þarf hann að leita stuðnings meðal kjörmanna en í því felst einnig ákveðið forval og kynning á frambjóðandanum. Með stækkun kjördæmanna fjölgar kjósendum að baki hverjum fulltrúa til muna án þess að breyting verði á reglunum um kjörgengi. 13. mál 2009. Tillaga til staðfestingar á jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar. Jafnréttisstefna kirkjunnar tekur mið af gildandi jafnréttislögum á Íslandi, nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en í þeim er kynjasamþætting fest í sessi sem mikilvæg leið til að koma á jafnrétti. Kirkjan vill um leið fylgja samþykktum kirkjulegra alþjóðasamtaka sem hún á aðild að um jafnrétti kynjanna og þá sérstaklega Alkirkjuráðsins, Kirknaráðs Evrópu og Lúterska heimssambandsins sem hefur allt frá árinu 1984 hvatt kirkjur sínar til að jafna hlutföll kynjanna í nefndum og ráðum. Jafnréttisstefna kirkjunnar tekur annars vegar til stjórnkerfis kirkjunnar og starfsmanna hennar og hins vegar til starfsemi og þjónustu sem kirkjan veitir. 14. mál 2009. Tillaga að staðfestingu á siðareglum vígðra þjóna og annars starfsfólks þjóðkirkjunnar. Siðareglur þessar ná til vígðra þjóna íslensku þjóðkirkjunnar og annars starfsfólks í launuðum sem ólaunuðum störfum innan sókna og stofnana kirkjunnar. Þær eru ætlaðar til stuðnings og leiðbeiningar í þjónustu við Guð og menn. Grundvallarregla mannlegra samskipta er gullna reglan: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ (Matt. 7,12) Starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar hafa þá reglu umfram allt að leiðarljósi. 15. mál 2009. Tillaga til þingsályktunar um kaup og sölu fasteigna. Kirkjuráð leitar heimildar kirkjuþings fyrir kaupum á Hamrahlíð 12 á Vopnafirði, Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi, Króksholti 1 á Búðum, Fáskrúðsfirði, Kolfreyju- staðarprestakalli í Austfjarðarprófastsdæmi og Barmahlíð 7 á Sauðárkróki, Sauðár- króksprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Ennfremur er óskað heimildar til sölu á jörðinni Útskálar, Kjalarnessprófastsdæmi, jörðinni Hvoll í Saurbæ, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi, jörðinni Prestbakki II, Húnavatnsprófastsdæmi, jörðinni Borgarhóll í Akrahreppi, sem er hjáleiga Mikla- bæjar í Skagafirði og tíu hektara landspilda úr landi prestssetursjarðarinnar Breiða- bólsstaðar, Rangárvallaprófastsdæmi. Ennfremur er óskað heimildar til sölu á prestbú- staðnum Túngötu 6, Suðureyri við Súgandafjörð. Þá er óskað heimildar til makaskipta á landi úr prestssetursjörðinni Grenjaðarstað og grannjörð. Kirkjuráð telur rétt að taka sérstaklega fram að hvorki verði eignir seldar né keyptar nema viðunandi verð og skilmálar séu í boði. Heimildarákvæði um kaup og sölu fasteigna gildi fram að kirkjuþingi 2010. 25. mál 2009. Tillaga til þingsályktunar um viðaukasamning við Samkomulag íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar frá 10. janúar 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.