Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 17
17
starfshlutfalli. Hann vinnur að því að afmarka lóðir fyrir kirkjur, kirkjugarða og
prestssetur en um samstarfsverkefni kirkjuráðs og kirkjugarðaráðs er að ræða.
Framkvæmdastjóri kirkjuráðs er í árs námsleyfi frá 1. september s.l. og mun
skrifstofustjóri Biskupsstofu gegna starfi hans á meðan.
Ráðgjafahópar kirkjuráðs
Ráðgjafahópar kirkjuráðs veita kirkjuráði ráðgjöf og leiðbeiningar við úrlausnir mála.
Í hverjum hópi er einn kirkjuráðsmaður, formaður samsvarandi þingnefndar kirkju-
þings og einn tilnefndur af biskupi Íslands. Hóparnir eru alls fjórir.
- Fjármálahópur tengist fjárhagsnefnd kirkjuþings. Hann er skipaður kirkjuráðs-
manninum Jóhanni E. Björnssyni og formanni fjárhagsnefndar kirkjuþings Einari
Karli Haraldssyni og fulltrúi biskups Íslands er fjármálastjóri Biskupsstofu.
- Kirkjustarfshópur tengist allsherjarnefnd kirkjuþings. Hann er skipaður kirkjuráðs-
manninum Sigríði M. Jóhannsdóttur, formanni allsherjarnefndar kirkjuþings, sr. Gísla
Gunnarssyni og fulltrúi biskups Íslands er biskupsritari.
- Lagahópur tengist löggjafarnefnd kirkjuþings. Hann er skipaður kirkjuráðs-
manninum sr. Kristjáni Björnssyni, formanni löggjafarnefndar kirkjuþings sr. Þorbirni
Hlyni Árnasyni og fulltrúi biskups Íslands er framkvæmdastjóri kirkjuráðs.
- Ráðgjafarhópur um fasteignir er skipaður kirkjuráðsmanninum sr. Halldóri
Gunnarssyni, kirkjuþingsmanninum Bjarna Kr. Grímssyni og fulltrúi biskups Íslands
er skrifstofustjóri Biskupsstofu. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, lögfræðingur á
fasteignasviði, situr fundi hópsins og ritar fundargerðir. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs
situr að jafnaði fundi hópsins. Lárus Ægir Guðmundsson, kirkjuþingsmaður og for-
maður stjórnar prestssetra hefur setið nokkra fundi þegar málefni prestssetra eru á
dagskrá.
III. Kirkjuþing
Störf kirkjuþings
Kirkjuþing 2008 var haldið í Grensáskirkju dagana 20.-25. október og 28. nóvember
en þá var gengið frá 4. máli kirkjuþings 2008 um frumvarp til þjóðkirkjulaga.
Á þinginu voru lögð fram fjögur þingmannamál, biskup Íslands flutti þrjú mál,
kirkjuráð flutti tíu mál, fjárhagsnefnd tvö mál, allsherjarnefnd eitt og löggjafarnefnd
eitt og tvö voru dregin til baka, alls 23 mál. Að venju voru Gerðir kirkjuþings gefnar
út og þeim dreift til þingfulltrúa, presta, formanna sóknarnefnda o. fl. Þar er finna
breytingar á starfsreglum, nýjar starfsreglur og ályktanir og samþykktir kirkjuþings.
Afgreiðsla mála kirkjuþings 2008
Hér verður rakin afgreiðsla kirkjuráðs vegna kirkjuþings 2008.
1. mál 2008. Skýrsla kirkjuráðs.
Þingsályktanir kirkjuþings voru eftirfarandi:
Kirkjuþing telur nauðsynlegt að koma þinglýsingum kirkjulegra eigna í viðunandi
horf og beinir því til kirkjuráðs að þeim málum verði hraðað sem kostur er.
Áfangaskýrsla um framvindu verkefnisins fylgir með skýrslu þessari.
Kirkjuþing ályktar að skýra þurfi stefnu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og starfsem-
inni verði fundið hagstæðara húsnæði. Leitað verði eftir nánari tengslum við stofnanir
og starfsfólk kirkjunnar um land allt til að styrkja þjónustu og rekstrargrundvöll.
Kirkjuráð leggur fram á þessu kirkjuþingi nýjar starfsreglur um Fjölskylduþjónustu
kirkjunnar. Gerður var leigusamningur árið 2006 milli Fjölskylduþjónustu kirkjunnar