Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 17

Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 17
 17 starfshlutfalli. Hann vinnur að því að afmarka lóðir fyrir kirkjur, kirkjugarða og prestssetur en um samstarfsverkefni kirkjuráðs og kirkjugarðaráðs er að ræða. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs er í árs námsleyfi frá 1. september s.l. og mun skrifstofustjóri Biskupsstofu gegna starfi hans á meðan. Ráðgjafahópar kirkjuráðs Ráðgjafahópar kirkjuráðs veita kirkjuráði ráðgjöf og leiðbeiningar við úrlausnir mála. Í hverjum hópi er einn kirkjuráðsmaður, formaður samsvarandi þingnefndar kirkju- þings og einn tilnefndur af biskupi Íslands. Hóparnir eru alls fjórir. - Fjármálahópur tengist fjárhagsnefnd kirkjuþings. Hann er skipaður kirkjuráðs- manninum Jóhanni E. Björnssyni og formanni fjárhagsnefndar kirkjuþings Einari Karli Haraldssyni og fulltrúi biskups Íslands er fjármálastjóri Biskupsstofu. - Kirkjustarfshópur tengist allsherjarnefnd kirkjuþings. Hann er skipaður kirkjuráðs- manninum Sigríði M. Jóhannsdóttur, formanni allsherjarnefndar kirkjuþings, sr. Gísla Gunnarssyni og fulltrúi biskups Íslands er biskupsritari. - Lagahópur tengist löggjafarnefnd kirkjuþings. Hann er skipaður kirkjuráðs- manninum sr. Kristjáni Björnssyni, formanni löggjafarnefndar kirkjuþings sr. Þorbirni Hlyni Árnasyni og fulltrúi biskups Íslands er framkvæmdastjóri kirkjuráðs. - Ráðgjafarhópur um fasteignir er skipaður kirkjuráðsmanninum sr. Halldóri Gunnarssyni, kirkjuþingsmanninum Bjarna Kr. Grímssyni og fulltrúi biskups Íslands er skrifstofustjóri Biskupsstofu. Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, lögfræðingur á fasteignasviði, situr fundi hópsins og ritar fundargerðir. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs situr að jafnaði fundi hópsins. Lárus Ægir Guðmundsson, kirkjuþingsmaður og for- maður stjórnar prestssetra hefur setið nokkra fundi þegar málefni prestssetra eru á dagskrá. III. Kirkjuþing Störf kirkjuþings Kirkjuþing 2008 var haldið í Grensáskirkju dagana 20.-25. október og 28. nóvember en þá var gengið frá 4. máli kirkjuþings 2008 um frumvarp til þjóðkirkjulaga. Á þinginu voru lögð fram fjögur þingmannamál, biskup Íslands flutti þrjú mál, kirkjuráð flutti tíu mál, fjárhagsnefnd tvö mál, allsherjarnefnd eitt og löggjafarnefnd eitt og tvö voru dregin til baka, alls 23 mál. Að venju voru Gerðir kirkjuþings gefnar út og þeim dreift til þingfulltrúa, presta, formanna sóknarnefnda o. fl. Þar er finna breytingar á starfsreglum, nýjar starfsreglur og ályktanir og samþykktir kirkjuþings. Afgreiðsla mála kirkjuþings 2008 Hér verður rakin afgreiðsla kirkjuráðs vegna kirkjuþings 2008. 1. mál 2008. Skýrsla kirkjuráðs. Þingsályktanir kirkjuþings voru eftirfarandi: Kirkjuþing telur nauðsynlegt að koma þinglýsingum kirkjulegra eigna í viðunandi horf og beinir því til kirkjuráðs að þeim málum verði hraðað sem kostur er. Áfangaskýrsla um framvindu verkefnisins fylgir með skýrslu þessari. Kirkjuþing ályktar að skýra þurfi stefnu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og starfsem- inni verði fundið hagstæðara húsnæði. Leitað verði eftir nánari tengslum við stofnanir og starfsfólk kirkjunnar um land allt til að styrkja þjónustu og rekstrargrundvöll. Kirkjuráð leggur fram á þessu kirkjuþingi nýjar starfsreglur um Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Gerður var leigusamningur árið 2006 milli Fjölskylduþjónustu kirkjunnar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.