Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 63

Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 63
 63 Handbók og Sálmabók 1. Í Handbók kirkjunnar og Sálmabók er að finna grundvallaratriði kenningar og trúarlífs heilagrar, almennrar kirkju samkvæmt vitnisburði evangelísk- lúterskar kirkju í játningum hennar. 2. Textar og fyrirmæli Handbókar skulu gilda um helgihald kirkjunnar. 3. Sálmabók kirkjunnar skal notuð við guðsþjónustur og helgihald kirkjunnar. 4. Nota má sálma utan Sálmabókar ef prestur og organisti eru sammála um það. Sama gildir um veraldlega tónlist og texta. Verði ágreiningur milli prests og organista í þessum efnum skal prestur ráða. 5. Prestar skulu að jafnaði fylgja textaröðum kirkjuársins samkvæmt Handbók kirkjunnar í þeirri röð sem biskup Íslands mælir fyrir um. 6. Kollektur þær sem Handbók kirkjunnar tilgreinir fyrir hvern dag kirkjuársins skulu fluttar í hinni almennu guðsþjónustu. 7. Almenn kirkjubæn skal fylgja fyrirmynd Handbókar kirkjunnar í því að beðið er í hinni almennu helgidagaguðsþjónustu fyrir kirkjunni, þjóð og landi, stjórnvöldum og atvinnuvegum, sjúkum og sorgmæddum, kristniboði og hjálparstarfi, friði á jörðu. Lög, reglur og aðrar réttarheimildir • Lög um Kirkjuráð nr. 21/1931 • Handbók kirkjunnar, 1981 • Sálmabók kirkjunnar, 1972 (með síðari viðaukum) • Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar, 2004 V. Skírn Heilög skírn Sakramenti evangelísk-lúterskrar kirkju eru tvö, skírn og kvöldmáltíð. Sakramenti eru fyrirheit Drottins um fyrirgefningu, líf og sáluhjálp, bundin jarðneskum táknum. Skírnin er heilög athöfn sem Jesús Kristur hefur stofnað og heitir návist sinni og náð. Skírn er ætíð í vatni og í nafni föður og sonar og heilags anda. Í skírninni endurfæðist maðurinn fyrir vatn og heilagan anda inn í ríki Guðs þar sem er fyrirgefning syndanna, líf og sáluhjálp. Skírnin gerist í eitt skipti fyrir öll. Þríeinn Guð tekur oss í samfélag sitt og leiðir inn í ríki sitt og söfnuð kirkju sinnar. Þess vegna fer skírnin ætíð fram í kristnum söfnuði, hvort heldur hún fer fram í kirkju, heimahúsi eða á sjúkrastofnun. Presturinn og guðfeðgin, skírnarvottar, eru fulltrúar samfélags heilagrar, almennrar kirkju og ábyrg fyrir því að barnið fræðist um Jesú Krist og fagnaðarerindi hans. Skírnarathöfnin er öðrum þræði þakkargjörð fyrir lífið og bæn fyrir barninu og heimili þess. Barnsskírnin er dýrmætur tengiliður milli þjóðkirkjunnar og heimilanna. Skírnin markar lífsleið manns. Dag hvern fær hinn skírði að lifa í skírn sinni og ganga gegnum dauða til lífs, frá helsi til frelsis. Fyrir skírnina öðlast maðurinn náð Guðs sem ber gegnum líf og dauða til eilífs lífs. Hlutverk kirkjunnar er að ná til allra með tilboð Krists um skírn í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda, fræðslu um það sem Kristur hefur kennt, og vitund um návist hans alla daga allt til enda veraldar. Það er verkefni sóknarinnar að sjá til þess að skírðir séu fræddir í grundvallaratriðum kristinnar trúar og leiddir inn í samfélag trúarinnar. Fermingin er mikilvægur þáttur í því. Skírnarathöfnin 1. Skírt er í nafni föður og sonar og heilags anda, í hreinu vatni. Vatni er ausið þrisvar yfir höfuð skírnarþega um leið og nafn hans er nefnt. Þjóðkirkjan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.