Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 12

Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 12
 12 Ávarp dómsmála- og mannréttindaráðherra, Rögnu Árnadóttur Biskup Íslands, vígslubiskupar, forseti kirkjuþings, þingfulltrúar, góðir gestir. I. Mér er heiður að ávarpa kirkjuþing árið 2009. Þegar kirkjuþing var haldið í fyrra var það í skugga bankahrunsins. Þá urðu einhver mestu þáttaskil í efnahagslífi Íslendinga frá stofnun lýðveldisins og setja varð neyðarlög til að tryggja brýnustu hagsmuni þjóðarinnar. Enn erum við stödd í eftirleik hrunsins. Ríkisstjórnin hefur unnið hörðum höndum að endurreisn efnahagslífsins og hefur í því skyni gripið til margvíslegra úrræða til þess bregðast við. Ljóst var að eitt af úrræðunum sem grípa yrði til, var að draga úr tilkostnaði og útgjöldum ríkisins. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2010 er því gert ráð fyrir miklum almennum niðurskurði sem og hagræðingarkröfu á ótal sviðum. Þjóðkirkjan fer ekki varhluta af niðurskurðaráformunum. Til hennar er gerð hag- ræðingarkrafa um 10% á framlagi ríkisins samkvæmt hinu svokallaða kirkjujarðasam- komulagi frá 1997. Þetta er sama krafa og langflestum er gert að mæta, en þó er hjá menntastofnunum gerð krafa um 7% niðurskurð og hjá velferðarstofnunum er krafan 5%. Lækkun fjárframlaga er öllum stofnunum dómsmála- og mannréttindaráðuneytis erfið en ég hef litið svo á, að hér verðum við að taka okkar skerf af niðurskurðinum og mæta honum með þeim aðferðum sem við teljum skynsamlegar. Í þessari vinnu er það ein megináskorunin að horfast í augu við að niðurskurðurinn þurfi í raun og veru að eiga sér stað. Nauðsynlegt er vegna kirkjujarðasamkomulagsins og þjóðkirkjulaganna, sem stað- festu þann samning, að gera viðauka við samkomulagið og breyta lögunum. Mál þar að lútandi eru nr. 25 og 26 fyrir kirkjuþinginu. Ég vænti þess að þingfulltrúar sýni fullan skilning við afgreiðslu málsins á þeim þrönga stakk sem okkur er sniðinn. Meðal frekari aðgerða til að draga úr útgjöldum ríkissjóðs á kirkjulegum vettvangi má nefna lækkun launa hjá prestum og lækkun sóknargjalds, sem þegar eru komnar til framkvæmda. Eru þar prestar í hópi annarra embættismanna ríkisins, sem þurft hafa að taka á sig launaskerðingu. II. Á síðasta kirkjuþingi var fjallað ítarlega um nýtt frumvarp til þjóðkirkjulaga og voru gerðar á því ýmsar góðar og gagnlegar breytingar, sem voru til bóta. Í kjölfarið fól ráðuneytið nefndinni sem samdi frumvarpið að fara aftur yfir einstaka þætti þess og var frumvarpinu síðar komið aftur í hendur ráðuneytisins. Undirbúningur að því að leggja það fram á Alþingi var kominn langt á veg, en því miður vannst ekki nægur tími til þess áður en þing var rofið. Ég hef fullan hug á að leggja frumvarpið fram og freista þess að vinna því fylgi. Eins og forgangsröð verkefna er nú háttað getur ekki orðið af því fyrr en í fyrsta lagi á vorþingi. III. Þeir fjárhagserfiðleikar sem þjóðin hefur átt við að stríða og mun áfram eiga við að etja um sinn, reynast mörgum þungir í skauti. Þeim fylgja líka atvinnumissir,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.