Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 123

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 123
 123 Þingslitaræða forseta Virðulega kirkjuþing. Nú er komið að leikslokum á kirkjuþingi 2009, hinu síðasta á kjörtímabilinu. „Guð mun ráða hvar við dönsum næstu jól“ segir í þjóðvísunni. Við vitum ekki á þessari stundu hverjir koma saman til kirkjuþings að ári – það ræðst ekki fyrr en á vordögum. Sum okkar munu vafalaust sækjast eftir endurkjöri en ekki er víst að allir hafi þar erindi sem erfiði. Önnur okkar munu ekki gefa kost á sér til setu á kirkjuþingi að nýju og hefur þar hver sínar gildu ástæður. Hvernig sem þessu verður háttað hljótum við öll að binda vonir við að kirkjuþing og kirkjuráð verði vel skipað á næsta kjörtímabili þar sem saman fari reynsla og þekking, eldmóður og virðing fyrir jafnri stöðu kvenna og karla. Fyrir þetta kirkjuþing voru lögð 28 mál. Níu þeirra voru þingmannamál, kirkjuráð flutti 14 mál, biskup Íslands tvö mál, forsætisnefnd eitt mál og dómsmála- og mannréttindaráðherra eitt mál. Á þinginu sjálfu hefur löggjafarnefnd flutt eitt mál. Verkaskiptingu nefnda var þannig háttað að allsherjarnefnd fékk níu mál til með- ferðar, fjárhagsnefnd tíu mál og löggjafarnefnd átta mál, þar á meðal afar erfitt og umdeilt mál um sameiningu prestakalla og prófastsdæma. Kirkjuþing hefur afgreitt þessi mál með tíu starfsreglum og 19 þingsályktunum. Eitt mál frá kirkjuráði var fellt við fyrri umræðu. Á þinginu voru haldnar 344 ræður, 254 ræður við setningu kirkjuþings og fyrri umræðu þingmála og 90 ræður við síðari umræðu. Til gamans má geta þess að á kirkjuþingi 2008 voru haldnar 324 ræður að aukaþinginu meðtöldu eða 20 færri ræður en á þessu þingi. Á kirkjuþingi reynir mjög á samstöðu og samtakamátt, samstöðu um ákvarðanir sem eru oft á tíðum erfiðar en óhjákvæmilegar og samtakamátt um afgreiðslu þeirra þingmála, sem eru þjóðkirkjunni til gagns og heilla. Vitaskuld fá ekki allir framgengt öllum hugðarefnum sínum og áhugamálum. Það eru mér þannig vonbrigði að sú hug- mynd, sem ég setti fram við setningu þingsins um almennan kosningarétt þjóð- kirkjufólks til kirkjuþings skyldi ekki fá framgang hér á þinginu þar sem það þingmál, sem þessi hugmynd gat tengst, var fellt við fyrri umræðu og komst þannig ekki til umfjöllunar í löggjafarnefnd. Ég fagna hins vegar þeirri ályktun kirkjuþings, sem allsherjarnefnd lagði fram, að kannaðar verði leiðir til að rýmka kosningarétt til kirkjuþings og auka á þann hátt lýðræði innan þjóðkirkjunnar. Ég tel engan vafa leika á því að kirkjuþing muni fyrr en síðar bera gæfu til að styrkja enn frekar lýðræði innan þjóðkirkjunnar, meðal annars með því að kalla þjóðkirkjufólk almennt til ábyrgðar og ákvarðanatöku um þessa mikilvægu stofnun þjóðkirkjunnar. Við setningu kirkjuþings greindi ég frá afdrifum þess frumvarps til nýrra þjóðkirkjulaga, sem kirkjuþing samþykkti á síðasta ári en hefur ekki enn verið lagt fyrir Alþingi þrátt fyrir góðan vilja fyrrverandi og núverandi ráðherra kirkjumála. Ég sagði þar á grundvelli raunsæismats að enn væri talið hyggilegra að láta málið hvíla um sinn. Þessi orð mín má ekki misskilja þannig að ég hafi gefið þetta frumvarp upp á bátinn – því fer víðs fjarri. Ég mun að sjálfsögðu fylgjast með framvindu mála en ráðherra sagðist á setningarfundinum hafa fullan hug á að leggja frumvarpið fram og freista þess að vinna því fylgi en eins og forgangsröð verkefna væri nú háttað gæti ekki orðið af því fyrr en í fyrsta lagi á vorþingi. Það er því gott vegarnesti, sem kirkjuþing hefur samþykkt að frumkvæði allsherjarnefndar, að hvetja til þess að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.