Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 25

Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 25
 25 4. mál 2009. Tillaga að staðfestingu á samþykktum um innri málefni þjóðkirkjunnar. Samþykktir um innri mál kirkjunnar koma nú á ný fyrir kirkjuþing. Drögin voru til umræðu á kirkjuþingi s.l. haust sem ályktaði að beina því til biskups að drög að samþykktum um innri mál kirkjunnar verði áfram til kynningar og umræðu á vettvangi kirkjunnar og hljóti lokaafgreiðslu á kirkjuþingi 2009. Í fyrirliggjandi drögum að samþykktum eru fá eiginleg nýmæli heldur er um að ræða skráningu og framsetningu þess sem kirkjan hefur á umliðnum áratugum skilið, túlkað og framkvæmt. Með fyrirliggjandi samþykktum er leitast við að samræma innri málefni þjóðkirkjunnar og færa þau nær okkar samtíma og umhverfi. 5. mál 2009. Tillaga til þingsályktunar um áfangaskýrslu um heildarskipan þjónustu kirkjunnar. Á kirkjuþingi 2007 var lögð fram áfangaskýrsla nefndarinnar með skýrslu kirkjuráðs. Nefndin skilaði kirkjuráði jafnframt tillögu að þingsályktun og málsmeðferð. Kirkjuþing 2008 samþykkti meginhugmyndir sem þar komu fram en að áfram yrði unnið að verkefninu með gerð tillagna um skipan prestakalla og prófastsdæma. Nefndin átti einnig að kanna hvort sameina ætti í eitt skjal framlagðar hugmyndir um heildarskipan þjónustu kirkjunnar og samþykktir um innri málefni kirkjunnar sem kirkjuþing 2008 hafði til umfjöllunar. Jafnhliða yrði skoðað hvort bæta skyldi inn í það skjal viðeigandi starfsreglum eða ákvæðum í þeim og til verði einn bálkur er fjalli um grunnforsendur, umfang og umgjörð þjónustu kirkjunnar. Lögð er fram á kirkjuþingi nú áfangaskýrsla nefndarinnar til umræðu og ályktunar. 6. mál 2009. Tillaga að starfsreglum um þingsköp kirkjuþings. Í þingsköpum kirkjuþings er mælt fyrir um undirbúning og skipulag þinghalds, meðferð þingmála, fundarsköp o.fl. Þingsköpin mæla fyrir um þær leikreglur, sem unnið er eftir á kirkjuþingi. Eðlilegt er að þær leikreglur taki breytingum í rás tímans eftir því sem reynsla kallar á og ný sjónarmið koma fram um breytt og bætt vinnubrögð. Í umræðum á kirkjuþingi 2008 um framkomnar tillögur um breytingar á þingsköpum lýsti forseti kirkjuþings því yfir að forsætisnefnd þingsins hygðist semja og leggja fyrir næsta þing heildstæða tillögu að nýjum starfsreglum um þingsköp kirkjuþings. Þykir fara vel á því að slíkt sé gert í lok kjörtímabils að fenginni reynslu af þinghaldi á nokkrum undangengnum kirkjuþingum. Við samningu þessarar tillögu hefur jafnframt verið horft til laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis með síðari breytingum eftir því sem við hefur átt. 7. mál 2009. Tillaga að starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar. Helstu markmið með tillögum að starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar er að setja starfsreglur sem ná yfir allar fasteignir þjóðkirkjunnar, jarðir, hús og aðrar eignir og koma um leið til móts við markmið fjárfestingastefnu þjóðkirkjunnar. Með starfsreglum þessum er einnig stefnt að einföldun á skipulagi sem varðar fasteignaumsýslu, umsjón prestssetra og ráðgjöf við sóknarnefndir og stofnanir kirkjunnar varðandi fasteignir. Þá er stefnt að því að skýra ákvarðanaferli og ábyrgð varðandi meðferð fasteigna, framkvæmdasýslu kirkjuráðs og fjárstjórnarvald kirkjuþings hvað varðar fasteignir, kaup, sölu, nýbyggingar og viðhaldsverkefni. 8. mál 2009. Tillaga að starfsreglum um Fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Á kirkjuþingi 2008 var samþykkt eftirfarandi ályktun: Kirkjuþing ályktar að skýra þurfi stefnu Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og starf- seminni verði fundið hagstæðara húsnæði. Leitað verði eftir nánari tengslum við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.