Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 44
44
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2010 lækkar framlag í kirkjumálasjóð um 12% milli
áranna 2009 og 2010 eða um 35 m.kr. miðað við fjárlög 2009. Ef fjárlagafrumvarp
2010 er borið saman við óskertan grunn sóknargjalda árið 2009 er um 17,1%
niðurskurð að ræða eða 53,1 m.kr.
Í ársbyrjun 2008 voru fasteignir Skálholts ásamt skuldum fluttar yfir á Kirkju-
málasjóð. Samningur um launaþjónustu vegna starfsfólks Skálholts er í gildi.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlanir fór fram á fundi kirkjuráðs í október 2009.
Gert er ráð fyrir um a.m.k. 10% hagræðingu í rekstrarkostnaði. Starfsfólki verður
fækkað með því að ráða ekki í laus störf, ekki er gert ráð fyrir að laun hækki, ekki er
greidd yfirvinna, ef hún er nauðsynleg er hún tekin út í leyfum, fæðispeningar eru
ekki lengur greiddir og farið verður yfir alla þjónustusamninga. Dregið verður úr
viðhaldskostnaði fasteigna og nýjum verkefnum frestað. Í áætlun 2010 er gert ráð fyrir
að tekjur Kristnisjóðs að fjárhæð 80,7 m.kr. renni inn í kirkjumálasjóð og 50,7 m.kr.af
ráðstöfunarfé Jöfnunarsjóðs sókna einnig – auk 11 m.kr. vegna starfsmanna
Jöfnunarsjóðs hjá kirkjumálasjóði. Gert er ráð fyrir að kirkjumálasjóður taki þátt í
hagræðingarkröfu ríkisins vegna 06-701 þjóðkirkjan/Biskup Íslands að allt að fjárhæð
60,3 m.kr.
06-707 Kristnisjóður
Framlag í Kristnisjóð samsvarar 15 árslaunum presta í fámennustu prestaköllunum og
ætti því að ver 88,9 millj. kr. en framlag í fjárlagafrumvarpi 2010 er 75 m.kr.
Gerð er krafa um 14,7 m.kr. niðurskurð á framlagi til Kristnisjóðs árið 2010 eða um
15,6% ef miðað er við fjárlög 2009 að teknu tilliti til leiðréttingar vegna
launalækkunar presta. Lækkun framlags milli áranna 2009 og 2010 nemur um 19,1
m.kr. eða 20,3% í fjárlagafrumvarpi 2010 samanborið við fjárlög 2009 miðað við
óskertan launagrunn presta.
06-735 Sóknargjöld
Árið 2008 voru sóknargjöld kr. 872 á mánuði fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri í
þjóðkirkjunni og hefðu átt að hækka um 6,1% í janúar 2009 eða í 925 kr. á mánuði.
Sóknargjöldin voru hins vegar með lagasetningu lækkuð í byrjun árs 2009 í 855 kr. og
aftur með annarri lagasetningu 1. júlí 2009 í 811 kr. á mánuði út árið. Sóknargjöld eru
því að meðaltali 833 kr. fyrir árið 2009. Sóknargjöldin lækkuðu því um 3% miðað við
fjárlög 2009 eða um 63 m.kr. en um 10% á árinu 2009 miðað við óskert sóknargjöld
það ár eða 216,4 m.kr.
Samkvæmt lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum verður sóknargjaldið árið 2010 kr.
767 á mánuði. Skerðingin árið 2010 er um 218 m.kr. eða 10,8% ef miðað við fjárlög
2009 en 371,3 m.kr. eða 17% miðað við óskert sóknargjöld árið 2009.
06-736 Jöfnunarsjóður sókna
Lögboðið framlag í Jöfnunarsjóð sókna er reiknað sem 18,5% hlutfall af
sóknargjöldum. Vegna skerðingar á sóknargjöldum lækka greiðslur frá ríkinu til
Jöfnunarsjóðs sókna árið 2009 um 4,6% eða 17,4 m.kr. miðað við fjárlög 2009 en um.
40 m.kr. eða 10% árið 2009 ef miðað er við óskert sóknargjöld 2009.