Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 64
64
viðurkennir hverja skírn sem þannig er framkvæmd og eins niðurdýfingarskírn
sé hún framkvæmd í nafni heilagrar þrenningar.
2. Skíra skal barn ef þess er óskað af foreldri eða forsjáraðila, sem þar með tekst
á hendur ábyrgð á því að barnið sé alið upp í kristinni trú.
3. Foreldrar sem hafa sameiginlega forsjá barns taka ákvörðun sameiginlega um
skírn. Foreldrum ber að hafa samráð við barn sitt eftir því sem aldur og þroski
barnsins gefur tilefni til. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits þess.
4. Prestur sem skírir skal ætíð ræða við foreldra (forsjáraðila) barnsins fyrir
athöfnina og fara yfir skírnarathöfnina og merkingu hennar.
5. Skírn er í eitt skipti fyrir öll og verður ekki endurtekin.
6. Fullvaxinn einstakling má skíra ef hann hefur ekki verið skírður áður en óskar
þess að skírast til kristinnar trúar og vill lifa í kristnum söfnuði í samfélagi við
Jesú Krist. Skírn fulltíða manns skal jafnan undirbúin með fræðslu um grund-
vallarþætti kristinnar trúar og siðar.
7. Fylgt skal atferli Handbókar kirkjunnar nema þegar um skemmri skírn er að
ræða (sjá 10.-11. gr. hér að neðan).
8. Þjónandi prestur þjóðkirkjunnar annast skírn. Skírn sem aðrir vígðir prestar
(prestar sem ekki eru í embætti) annast skal vera á ábyrgð og í umboði
sóknarprests sem sér til þess að færa hana til bókar og gera skýrslu um hana til
Þjóðskrár.
9. Skírnarvatni skal hellt í mold eða kirkjugrunn eftir notkun, aldrei í niðurfall.
Skemmri skírn
10. Sérhver skírður einstaklingur getur skírt skemmri skírn ef líf er í hættu og ekki
næst til prests.
11. Sá sem annast skemmri skírn skal þegar í stað tilkynna það sóknarpresti sem
gengur úr skugga um að skírnin hafi farið fram í nafni föður, sonar og heilags
anda, og skal færa það til bókar og tilkynna til Þjóðskrár.
Skírnarfræðsla
12. Sóknin skal bjóða sóknarbörnum fræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Slík
fræðsla skal ætíð standa foreldrum skírnarbarna til boða og skal vera skilyrði
fyrir því að fulltíða maður hljóti skírn.
Skírnarvottar - guðfeðgin
13. Skírnarvottar eru vottar að athöfninni og fulltrúar kristins safnaðar sem
ábyrgist að barnið hljóti uppfræðslu í trú og bæn kirkjunnar. Skírnarvottarnir
biðja fyrir barninu og leitast við að styðja foreldra og söfnuð í trúaruppeldi
þess.
14. Skírnarvottar, guðfeðgin, skulu vera minnst tveir eða tvö, mest fimm og ekki
yngri en um fermingu.
Lög, reglur og aðrar réttarheimildir
• Kristinréttur Árna biskups Þorlákssonar, 1275, 8. kap.
• Tilskipun um húsagann á Íslandi 3. janúar 1746, 2. gr.
• Tilskipun 27. júlí 1771 um heimaskírn barna
• Kirkjurítúalið 1685 og tilskipun 1746 um guðfeðgin
• Handbók kirkjunnar, 1981
• BEM-skýrslan, Skírn, máltíð og þjónusta, 1984
• Barnalög nr. 76/2003
• Fræðslustefna kirkjunnar, 2004