Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 89
89
7. mál kirkjuþings 2009
Flutt af kirkjuráði
Starfsreglur um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar
I. kafli. Markmið og gildissvið
1. gr. Þjóðkirkjan varðveitir, á og leigir fasteignir sem styðja þjónustu hennar og
markmið, í samræmi við samþykkta fjárfestingarstefnu kirkjuþings hverju sinni.
2. gr. Fasteignir í eigu þjóðkirkjunnar skulu þinglýst eign þjóðkirkjunnar/kirkju-
málasjóðs, að undanskyldum kirkjum, safnaðarheimilum, þjónustuhúsum og öðrum
fasteignum í eigu sókna, sem skulu þinglýst eign þjóðkirkjunnar/viðkomandi sóknar.
II. Kafli. Stjórnkerfi
3. gr. Kirkjuþing samþykkir stefnumótun um fasteignir þjóðkirkjunnar.
Kirkjuþing samþykkir árlegar fjárhagsáætlanir um rekstur og viðhald fasteigna
kirkjumálasjóðs.
Kirkjuþing tilnefnir tvo fulltrúa í fasteignanefnd og tvo til vara, sbr. ákvæði 5. gr.
starfsreglna þessara.
4. gr. Kirkjuráð fylgir eftir samþykktri stefnumótum kirkjuþings um fasteignir.
Kirkjuráð annast fasteignaumsýslu á grundvelli samþykktrar fjárhagsáætlunar kirkju-
þings og samkvæmt starfsreglum þessum.
Kirkjuráð ber ábyrgð á framkvæmd stefnumótunar og fasteignaumsýslu, skv. 1. og 2.
mgr. gagnvart kirkjuþingi.
Kirkjuráð annast kaup og sölu fasteigna þjóðkirkjunnar og nýbyggingar. Sala
fasteigna kirkjumálasjóðs skal háð samþykki kirkjuþings. Ákvarðanir kirkjuráðs um
kaup og nýbyggingar skulu vera innan þeirrar fjárhagsáætlunar sem kirkjuþing hefur
samþykkt.
Kirkjuráð skipar fasteignanefnd þjóðkirkjunnar sbr. ákvæði 5. gr. starfsreglna þessara
og setur nefndinni erindisbréf. Kirkjuráð samþykkir jafnframt árlega þriggja ára
framkvæmdaáætlun vegna fasteigna.
Kirkjuráð samþykkir samninga um fasteignir sem gilda lengur en fimm ár.
Kirkjuráð skipar sviðsstjóra fasteignasviðs, sbr. 8. gr. starfsreglna þessara og ræður
annað starfsfólk sviðsins.
Forseti kirkjuráðs skuldbindur kirkjumálasjóð með undirritun á skjöl er varða
fasteignir svo sem kaupsamninga, afsöl, veðleyfi, skuldabréf og skiptasamninga.
Heimilt er kirkjuráði að samþykkja að framkvæmdastjóri kirkjuráðs eða staðgengill
hans megi undirrita skjöl með sama skuldbindandi hætti og forseti kirkjuráðs.
5. gr. Fasteignanefnd þjóðkirkjunnar er skipuð af kirkjuráði til fjögurra ára. Nefndin er
skipuð þremur mönnum og þremur til vara. Kirkjuráð skipar formann án tilnefningar
og einn varamann, sem jafnframt er varaformaður. Kirkjuþing tilnefnir tvo
nefndarmenn og tvo til vara. Kirkjuráð setur nefndinni erindisbréf.
6. gr. Fasteignanefnd skal annast um rekstur fasteigna kirkjumálasjóðs. Það felst í því
að annast viðhald eignanna í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun, gæta réttinda og
varðveita þau sem tengjast eignunum, sjá um tryggingar og halda uppi lögskilum.
Fasteignanefnd sér um að deiliskipulag sé fyrir hendi þar sem nauðsyn krefur eða lög
bjóða og ákveður útlit fasteigna og umbúnað í meginatriðum.