Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 89

Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 89
 89 7. mál kirkjuþings 2009 Flutt af kirkjuráði Starfsreglur um prestssetur og aðrar fasteignir þjóðkirkjunnar I. kafli. Markmið og gildissvið 1. gr. Þjóðkirkjan varðveitir, á og leigir fasteignir sem styðja þjónustu hennar og markmið, í samræmi við samþykkta fjárfestingarstefnu kirkjuþings hverju sinni. 2. gr. Fasteignir í eigu þjóðkirkjunnar skulu þinglýst eign þjóðkirkjunnar/kirkju- málasjóðs, að undanskyldum kirkjum, safnaðarheimilum, þjónustuhúsum og öðrum fasteignum í eigu sókna, sem skulu þinglýst eign þjóðkirkjunnar/viðkomandi sóknar. II. Kafli. Stjórnkerfi 3. gr. Kirkjuþing samþykkir stefnumótun um fasteignir þjóðkirkjunnar. Kirkjuþing samþykkir árlegar fjárhagsáætlanir um rekstur og viðhald fasteigna kirkjumálasjóðs. Kirkjuþing tilnefnir tvo fulltrúa í fasteignanefnd og tvo til vara, sbr. ákvæði 5. gr. starfsreglna þessara. 4. gr. Kirkjuráð fylgir eftir samþykktri stefnumótum kirkjuþings um fasteignir. Kirkjuráð annast fasteignaumsýslu á grundvelli samþykktrar fjárhagsáætlunar kirkju- þings og samkvæmt starfsreglum þessum. Kirkjuráð ber ábyrgð á framkvæmd stefnumótunar og fasteignaumsýslu, skv. 1. og 2. mgr. gagnvart kirkjuþingi. Kirkjuráð annast kaup og sölu fasteigna þjóðkirkjunnar og nýbyggingar. Sala fasteigna kirkjumálasjóðs skal háð samþykki kirkjuþings. Ákvarðanir kirkjuráðs um kaup og nýbyggingar skulu vera innan þeirrar fjárhagsáætlunar sem kirkjuþing hefur samþykkt. Kirkjuráð skipar fasteignanefnd þjóðkirkjunnar sbr. ákvæði 5. gr. starfsreglna þessara og setur nefndinni erindisbréf. Kirkjuráð samþykkir jafnframt árlega þriggja ára framkvæmdaáætlun vegna fasteigna. Kirkjuráð samþykkir samninga um fasteignir sem gilda lengur en fimm ár. Kirkjuráð skipar sviðsstjóra fasteignasviðs, sbr. 8. gr. starfsreglna þessara og ræður annað starfsfólk sviðsins. Forseti kirkjuráðs skuldbindur kirkjumálasjóð með undirritun á skjöl er varða fasteignir svo sem kaupsamninga, afsöl, veðleyfi, skuldabréf og skiptasamninga. Heimilt er kirkjuráði að samþykkja að framkvæmdastjóri kirkjuráðs eða staðgengill hans megi undirrita skjöl með sama skuldbindandi hætti og forseti kirkjuráðs. 5. gr. Fasteignanefnd þjóðkirkjunnar er skipuð af kirkjuráði til fjögurra ára. Nefndin er skipuð þremur mönnum og þremur til vara. Kirkjuráð skipar formann án tilnefningar og einn varamann, sem jafnframt er varaformaður. Kirkjuþing tilnefnir tvo nefndarmenn og tvo til vara. Kirkjuráð setur nefndinni erindisbréf. 6. gr. Fasteignanefnd skal annast um rekstur fasteigna kirkjumálasjóðs. Það felst í því að annast viðhald eignanna í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun, gæta réttinda og varðveita þau sem tengjast eignunum, sjá um tryggingar og halda uppi lögskilum. Fasteignanefnd sér um að deiliskipulag sé fyrir hendi þar sem nauðsyn krefur eða lög bjóða og ákveður útlit fasteigna og umbúnað í meginatriðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.