Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 76
76
• uppstigningardagur (fjörutíu dögum eftir páska)
• hvítasunnudagur
• annar hvítasunnudagur
• þrenningarhátíð (sunnudagur eftir hvítasunnu).
2. Sunnudagar sem eru helgaðir ákveðnum málefnum:
• 2. sunnudagur í níuviknaföstu, Biblíudagurinn
• 5. sunnudagur í föstu, Boðunardagur Maríu
• 5. sunnudagur eftir páska, Hinn almenni bænadagur
• 13. sunnudagur e. þrenn., Dagur kærleiksþjónustunnar
• 1. sunnudagur í mars, Æskulýðsdagur kirkjunnar
• 1. sunnudagur í júní, Sjómannadagurinn, ef ekki ber upp á hvítasunnu, þá
sunnudagurinn á eftir
• síðasti sunnudagur í október, Siðbótardagur
• 1. sunnudagur í nóvember, Allra heilagra messa
• 2. sunnudagur í nóvember, Kristniboðsdagur
• sunnudagur næst 20. júlí, Þorláksmessu á sumri, Skálholtshátíð
• sunnudagur í 17. viku sumars, Hólahátíð.
Aðrir helgidagar og minningardagar
3. Aðrir helgidagar og hátíðir sem ekki hvílir messuskylda á:
• 6. janúar, Birtingarhátíð Drottins, þrettándi dagur jóla
• 18. janúar, Pétursmessa. Upphaf samkirkjulegrar bænaviku.
• 25. janúar, Pálsmessa postula
• 2. febrúar, Kyndilmessa
• öskudagur, miðvikudagur í sjöundu viku fyrir páska
• 1. föstudagur í mars, Alþjóðlegur bænadagur kvenna
• 16. mars, Gvendardagur
• 25. mars, Boðunardagur Maríu (sé ekki messað þann dag skal hann haldinn 5.
sunnudag í föstu)
• Sumardagurinn fyrsti
• 23. apríl, Jónsmessa Hólabiskups um vorið, ártíð Jóns biskups helga.
• 17. júní, lýðveldishátíðin, 17. júní, Þjóðhátíðardagur Íslendinga.
• 24. júní, Jónsmessa
• 29. júní, Pétursmessa og Páls (Tveggja postula messa)
• 2. júlí, Vitjunardagur Maríu (Þingmaríumessa)
• 20. júlí, Þorláksmessa á sumri
• 22. júlí, Maríumessa Magdalenu
• 25. júlí, Jakobsmessa postula
• 24. ágúst, Bartólómeusarmessa postula
• 29. ágúst, Höfuðdagur (dánardagur Jóhannesar skírara)
• 14. sept., Krossmessa
• 21. sept., Mattheus postuli. Alþjóðlegur friðardagur
• 29. sept., Mikjálsmessa og allra engla
• 18. okt., Lúkasarmessa guðspjallamanns
• 27. okt., Hallgrímsmessa (ártíðardagur Hallgríms Péturssonar)
• 1. des., Fullveldisdagurinn