Gerðir kirkjuþings - 2009, Blaðsíða 84
84
Breytingartillögur við tillögur forsætisnefndar skulu hafa borist nefndinni eigi síðar en
sólarhring eftir framlagningu þeirra. Þetta á þó ekki við um kjör til fastanefnda
þingsins, sbr. 1. mgr. 11. gr.
9. gr. Að loknu forsetakjöri fer fram kosning tveggja þingskrifara úr hópi kirkjuþings-
manna og að svo búnu kosning fastanefnda þingsins, sbr. 1. mgr. 11. gr.
II. kafli. Nefndir kirkjuþings
10. gr. Fastanefndir kirkjuþings eru:
1. Kjörbréfanefnd skipuð fimm kirkjuþingsmönnum. Nefndin rannsakar
kjörbréf, kosningu þingmanna og kjörgengi.
2. Löggjafarnefnd skipuð níu kirkjuþingsmönnum. Nefndin fjallar um öll þau
mál sem fram eru borin á þinginu og varða löggjöf og starfsreglur.
3. Fjárhagsnefnd skipuð níu kirkjuþingsmönnum. Nefndin fær til umsagnar
fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar og yfirlit reikninga kirkjulegra embætta,
stofnana og sjóða kirkjunnar sem sæta endurskoðun. Þá koma til kasta
nefndarinnar önnur mál fjárhagslegs eðlis sem fram eru borin á þinginu.
4. Allsherjarnefnd skipuð tíu kirkjuþingsmönnum. Nefndin fær skýrslur
kirkjuráðs og þjóðmálanefndar til umfjöllunar og öll önnur þingmál sem falla
utan verksviðs hinna nefndanna.
11. gr. Fastanefndir kirkjuþings eru kjörnar í upphafi hvers reglulegs kirkjuþings, sbr.
þó 7. gr., og gildir kosningin uns kosið hefur verið til nefndanna að nýju. Formenn og
varaformenn nefndanna skulu kosnir sérstaklega á þingfundi.
Forseti kirkjuþings getur kallað saman fastanefnd kirkjuþings milli þinga ef nauðsyn
ber til. Þá hefur hann formenn nefndanna sér til samráðs eftir því sem honum þykir
þurfa.
12. gr. Nýkjörið kirkjuþing kýs að lokinni síðari umræðu þingmála fjóra menn í
kirkjuráð til fjögurra ára og jafnmarga til vara
Nýkjörið kirkjuþing kýs þrjá menn í þóknananefnd kirkjunnar til fjögurra ára og
jafnmarga til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega á kirkjuþingi. Nefndin ákveður
þóknun fyrir þau störf á vegum kirkjunnar sem ekki er ákveðin af öðrum aðilum.
Nýkjörið kirkjuþing kýs til annarra þeirra nefnda og trúnaðarstarfa sem kveðið er á
um í starfsreglum frá kirkjuþingi. Þá getur kirkjuþing jafnan kosið nefndir til að fjalla
um sérstök mál. Nefndir samkvæmt þessari málsgrein skulu árlega gera kirkjuþingi
grein fyrir störfum sínum.
Við tilnefningar og kosningar til nefnda og annarra trúnaðarstarfa skal gæta ákvæða
laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
III. kafli. Þingmál
13. gr. Þingmál skulu almennt hafa borist forseta kirkjuþings sex vikum fyrir upphaf
þings. Þó er nægilegt að skýrslur kirkjuráðs, þjóðmálanefndar og um fjármál þjóð-
kirkjunnar berist forseta þremur vikum fyrir upphaf þings.
Forsætisnefnd getur veitt undanþágu frá greindum tímamörkum ef sérstök rök mæla
með því.
14. gr. Sérhvert þingmál, að undanskildum skýrslum kirkjuráðs, þjóðmálanefndar og
um fjármál þjóðkirkjunnar, skal kynnt á sérstökum þingmálafundi í einhverju kjör-