Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 84

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 84
 84 Breytingartillögur við tillögur forsætisnefndar skulu hafa borist nefndinni eigi síðar en sólarhring eftir framlagningu þeirra. Þetta á þó ekki við um kjör til fastanefnda þingsins, sbr. 1. mgr. 11. gr. 9. gr. Að loknu forsetakjöri fer fram kosning tveggja þingskrifara úr hópi kirkjuþings- manna og að svo búnu kosning fastanefnda þingsins, sbr. 1. mgr. 11. gr. II. kafli. Nefndir kirkjuþings 10. gr. Fastanefndir kirkjuþings eru: 1. Kjörbréfanefnd skipuð fimm kirkjuþingsmönnum. Nefndin rannsakar kjörbréf, kosningu þingmanna og kjörgengi. 2. Löggjafarnefnd skipuð níu kirkjuþingsmönnum. Nefndin fjallar um öll þau mál sem fram eru borin á þinginu og varða löggjöf og starfsreglur. 3. Fjárhagsnefnd skipuð níu kirkjuþingsmönnum. Nefndin fær til umsagnar fjárhagsáætlun þjóðkirkjunnar og yfirlit reikninga kirkjulegra embætta, stofnana og sjóða kirkjunnar sem sæta endurskoðun. Þá koma til kasta nefndarinnar önnur mál fjárhagslegs eðlis sem fram eru borin á þinginu. 4. Allsherjarnefnd skipuð tíu kirkjuþingsmönnum. Nefndin fær skýrslur kirkjuráðs og þjóðmálanefndar til umfjöllunar og öll önnur þingmál sem falla utan verksviðs hinna nefndanna. 11. gr. Fastanefndir kirkjuþings eru kjörnar í upphafi hvers reglulegs kirkjuþings, sbr. þó 7. gr., og gildir kosningin uns kosið hefur verið til nefndanna að nýju. Formenn og varaformenn nefndanna skulu kosnir sérstaklega á þingfundi. Forseti kirkjuþings getur kallað saman fastanefnd kirkjuþings milli þinga ef nauðsyn ber til. Þá hefur hann formenn nefndanna sér til samráðs eftir því sem honum þykir þurfa. 12. gr. Nýkjörið kirkjuþing kýs að lokinni síðari umræðu þingmála fjóra menn í kirkjuráð til fjögurra ára og jafnmarga til vara Nýkjörið kirkjuþing kýs þrjá menn í þóknananefnd kirkjunnar til fjögurra ára og jafnmarga til vara. Formaður skal kosinn sérstaklega á kirkjuþingi. Nefndin ákveður þóknun fyrir þau störf á vegum kirkjunnar sem ekki er ákveðin af öðrum aðilum. Nýkjörið kirkjuþing kýs til annarra þeirra nefnda og trúnaðarstarfa sem kveðið er á um í starfsreglum frá kirkjuþingi. Þá getur kirkjuþing jafnan kosið nefndir til að fjalla um sérstök mál. Nefndir samkvæmt þessari málsgrein skulu árlega gera kirkjuþingi grein fyrir störfum sínum. Við tilnefningar og kosningar til nefnda og annarra trúnaðarstarfa skal gæta ákvæða laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. III. kafli. Þingmál 13. gr. Þingmál skulu almennt hafa borist forseta kirkjuþings sex vikum fyrir upphaf þings. Þó er nægilegt að skýrslur kirkjuráðs, þjóðmálanefndar og um fjármál þjóð- kirkjunnar berist forseta þremur vikum fyrir upphaf þings. Forsætisnefnd getur veitt undanþágu frá greindum tímamörkum ef sérstök rök mæla með því. 14. gr. Sérhvert þingmál, að undanskildum skýrslum kirkjuráðs, þjóðmálanefndar og um fjármál þjóðkirkjunnar, skal kynnt á sérstökum þingmálafundi í einhverju kjör-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.