Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 6

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 6
6 7 ákvörðun hverjir eigi að hafa kosningarétt á vettvangi þjóðkirkjunnar. Við setningu kirkjuþings 2009 setti ég fyrst fram þá skoðun að allt þjóðkirkjufólk – en ekki aðeins trúnaðarmenn í sóknarnefndum – ætti að njóta kosningaréttar til kirkjuþings sem fer með æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar. Til þess hníga svo veigamikil rök að mínum dómi að sams konar tilhögun gildi um biskupskjör - eða að minnsta kosti að allir þeir, sem með einum eða öðrum hætti koma að kirkjulegu starfi, njóti kosningaréttar. Þjóðkirkjan er stærsta fjöldahreyfing á landinu og það skiptir margfalt fleiri en þá, sem nú eru á kjörskrá kirkjunnar, miklu máli hverjir véla þar um ábyrgð og áhrifamátt. Ég hef áréttað þessi sjónarmið á kirkjuþingum bæði 2010 og 2011, þar á meðal með þessum orðum: „Ef þjóðkirkjan vill vera þjóðkirkja í lífrænum tengslum við fólkið í landinu verður hún að leita til grasrótar sinnar en ekki upphefja sjálfa sig sem óumbreytanlega stofnun í guðfræðilegum skilningi. Við verðum að kalla miklu fleira fólk til ábyrgðar og ákvarðanatöku í kirkjunni, meðal annars með gerbreytingu á öllu fyrirkomulagi kosninga innan kirkjunnar, bæði biskupskosninga og kosninga til kirkjuþings.“ Ég get ekki sagt að þessi málflutningur minn hafi vakið mikla athygli eða hlotið góðar undirtektir á kirkjulegum vettvangi. Í aðdraganda þeirra biskupskosninga, sem nú standa fyrir dyrum, hefur þó aðeins örlað á þessum sjónarmiðum. Það er vissulega fagnaðarefni – og dropinn holar steininn. Virðulega kirkjuþing. Nú eru átakatímar í þjóðkirkjunni. Fyrir dyrum standa margvíslegar breytingar á skipulagi og stjórnarframkvæmd, meðal annars í frumvarpi að nýjum þjóðkirkjulögum sem nú er til umræðu og kynningar á vettvangi kirkjunnar. Kirkjan er þar að kalla eftir meiri sjálfsákvörðunarrétti og samfara því að sjálfsögðu meiri ábyrgð, ekki síst kirkjuþings. Þjóðkirkjan hefur orðið fyrir þeirri ágjöf að traust til hennar hefur beðið nokkurn hnekki. Það er brýnasta verkefni kirkjunnar um þessar mundir að endurheimta traust og trúnað og ná til þeirra sem af einhverjum ástæðum hafa ekki talið sig lengur eiga samleið með þjóðkirkjunni. Þetta gerist ekki í einni hendingu og ekki með því einu að kjósa nýja biskupa. Hér verður allt kirkjunnar fólk að leggjast á eitt, ekki síst kirkjuþing, sem verður á hverjum tíma að leita allra leiða til að styrkja ásýnd og stöðu þjóðkirkjunnar í samfélaginu, trúverðugleika hennar og heilindi. Á þeim umbrotatímum, sem framundan eru, verða allir að leggja sitt af mörkum til að efla einingu og samheldni kirkjunnar manna. Ég hef sagt það fullum fetum að skortur á samstöðu og skilningi, á hollustu og umburðarlyndi innan kirkjunnar eigi drjúga sök á því að traust á þjóðkirkjunni hafi farið þverrandi. Ég hef sagt að við ættum að verða við áskorun séra Matthíasar Jochumssonar og senda „út á sextugt djúp sundurlyndisfjandann!” Sumir hafa kosið að túlka þessa hvatningu mína sem tilburði til þöggunar, viðleitni til að drepa í dróma lífræn skoðanaskipti og gagnrýni á það sem betur megi fara í kirkjunni. Ég læt mér það í léttu rúmi liggja en ekkert er þó fjær sanni. Mér er ljóst að þær tillögur sem fram koma í frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga þess efnis að biskupar og prestar verði ekki lengur embættismenn ríkisins heldur embættismenn þjóðkirkjunnar hafa mætt mikilli andstöðu af hálfu mjög margra í hópi hinna vígðu þjóna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.