Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 27

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 27
27 Á undanförnum árum hefur verið rætt um nauðsyn þess að kirkjuþing komi saman oftar en einu sinni á ári. Á þessu kirkjuþingi verður lagt fram frumvarp um það. Ekki verður framhjá því litið að málum fjölgar og aukakirkjuþing hafa verið fleiri en oft áður. Fyrir því eru ýmsar ástæður. Annað sem mælir með því að kirkjuþing komi oftar saman er að vönduð umræða þarf tíma og þegar mörg mál liggja fyrir þá kann svo að fara að mikilvæg mál fái ekki þá umræðu í nefnd og á þingi sem nauðsynleg er. Það hefur verið kallað eftir því af mörgum að fastanefndir þingsins starfi utan hefðbundins fundartíma þingsins svo hægt sé að fara vandlega yfir og ræða mikilvæg mál. Einnig eru þau mál sem rædd eru á kirkjuþingi oft þess eðlis að þau varða hagsmuni og störf fjölmargra. Oft heyrir maður að fólk hefði kosið að leitað hefði verið eftir sjónarmiðum þeirra áður en ákvarðanir væru teknar. Tímapressan er alltaf til staðar og kirkjuþingi er markaður tími. Fulltrúar í forsætisnefnd kirkjuþings er þeirrar skoðunar að það sé rétt að kirkjuþing komi saman tvisvar á ári og að nefndir geti starfað utan þess tíma sem sem þingið situr. Forsætisnefnd mun koma þeim sjónarmiðum á framfæri í umræðum hér á þinginu. Góðir kirkjuþingsfulltrúar. Við þurfum að horfast í augu við gamlar og nýjar, og oft erfiðar áskoranir. Það er ekki eitthvað sem við eigum að óttast heldur ganga á hólm við af djörfung, hugrekki og visku. En til þess þarf starfsemi okkar og skipulag að vera í góðu formi. Við þurfum að byggja á styrk kirkjunnar en um leið horfast í augu við veikleika hennar. Taka á móti tækifærum sem umhverfið býður okkur um leið og við verjumst áskorunum sem þarf að glíma við. Þær eru margar spurningarnar sem við heyrum. Svo sem hvort kirkjan sé með of svifaseint stjórnkerfi, óskilvirkt skipulag og of hæga ákvörðunartöku? Sumum fannst það þegar við stóðum frammi fyrir mjög erfiðum og alvarlegum málum sem við höfum verið að bregðast við, vinna í og vonandi læra af. Hefði skilvirkara skipulag gert okkur hæfari í glímu okkar við tekjusamdrátt, erfiða umræðu, harða gagnrýni og stundum jafnvel beinlínis fjandskap við kirkju og kristni? Þarf kirkjan annað skipulag í fámennari byggðum en í stórum sóknum? Grundvallarskipulag kirkjunnar hefur verið sjálfstæðar sóknir en getur meira samstarf verið til góðs? Er ekki þungamiðjan í öllu starfi þjóðkirkjunnar sú þjónusta sem hún veitir? Á ekki áherslan að vera þar sem fólkið kemur og þiggur þjónustu hennar? Viljum við að kirkjan sé þátttökusamfélag sem virkjar fólk? Mun ekki fólk sem kemur með sjálfboðna þjónustu auka við þjónustu kirkjunnar, efla hana og það samfélag sem hún tilheyrir? Við hljótum að vilja að kirkjan hlúi vel að prestunum sínum og öllu starfsfólki. Að hún stuðli markvisst að því að allt það góða fólk eflist í starfi og fái að njóta sín. Metnaður okkar hlýtur að vera sá að veita betri þjónustu í dag en í gær. Að sú reynsla sem við öðlumst í dag nýtist okkur til að gera enn betur á morgun. Viljum við ekki að kirkjan sé hreyfing frekar en stofnun? Á vegferð að því góða en ekki á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.