Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 33

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Side 33
33 markmiðið er að komast að niðurstöðu með málamiðlun. Á þessu heimili þarf að taka til og það getur reynst mikið verk. Þess vegna þarf að skipta með sér verkum til að verkið vinnist. Það er ekki hægt að ætlast til þess að einn vinni fyrir alla, heldur leggi allir sitt af mörkum. Á kirkjuheimilinu er nauðsynlegt að skipta með sér verkum. Á tímum niðurskurðar og endurmats er nauðsynlegt að líta til þess að skipta með sér vekefnum og ábyrgð. Það þarf ekki að vinna alla hluti í hundrað og einum. Það er hægt að fela til dæmis prófastsdæmum ábyrgð á ákveðnum þáttum starfsins kirkjunni allri til gagns. Það má líka fara að huga að því að leysa mál heima fyrir í nærsamfélaginu, þar sem fólkið þekkir aðstæðurnar best. Þannig eflum við ábyrgðina í kirkjunni og skilninginn á því sem við er að etja. Hlutverk kirkjunnar er það sama og áður. Við stefnum öll að sama marki. Störfum öll á sama vettvangi að boða trú á Jesú Krist. Það er gert í orði og í verki. Til þess að það gangi er nauðsynlegt að hafa gott skipulag og þjóna sem sinna því hlutverki. Það er mikilvægt að muna eftir því að kirkjan er það fólk er henni tilheyrir. Kirkjan er fólk á ferð. Þess vegna er það sístætt hlutverk kirkjuþings að huga að skipulagsmálunum og reyna að finna bestu lausnir á hverjum tíma. Það er ekki létt verk en nauðsynlegt. Sú vinna tekur í raun aldrei enda. Skipulagsbreytingar bitna oftar en ekki á söfnuðum og starfsfólki og því nauðsynlegt að vanda vinnubrögðin. Við skulum ekki óttast tillögur og umræður í þeim efnum en leggja okkur fram um að ná viðunandi niðurstöðu. Kirkjan hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu. Hún sameinar fólk á stundum gleði og sorgar. Hún heldur á lofti lífsgildum sem eru grunnstoðir samfélagsins og hún viðheldur minningu og menningu þjóðarinnar. Hún tekur þátt í lífi einstaklinga og fjölskyldna á tímamótum og mikilvægum stundum. Kirkjan er gömul stofnun en samt síung því hún tekur mið af samtímanum hverju sinni. Framundan eru mikilvæg minningarár. Eftir tvö ár verður haldið upp á 200 ára afmæli Biblíufélagsins, elsta félags landsins og eftir fimm ár verða 500 ár frá því Lúther negldi skjal með 95 greinum upp á dyr hallarkirkjunnar í heimabæ sínum þar sem hann mótmælti aflátssölu kaþólsku kirkjunnar. Það er gott að nota tækifærin sem gefast til að minnast þeirra stoða er kirkjan okkar hvílir á, Orðs Guðs og kenninga Lúthers. Lúther hafði engan áhuga á því að halda nafni sínu á lofti. Fyrir honum var trúin aðalatriðið. Fagnaðarerindið er aðalatriðið sagði hann og á það við enn þann dag í dag. Þetta skyldum við hafa í huga þegar við tölum um trú og kirkju í orðræðu dagsins. Kirkjan er ekki aðalatriðið, heldur trúin, enda væri engin kirkja til ef trúin væri ekki fyrir hendi. Við sem kirkjunni þjónum erum hendur hans er leiðir, styður og blessar. Hans sem sagðist ekki myndi skilja okkur eftir ein heldur senda okkur andann heilaga, sem enn er að verki í Kirkjunni og heiminum öllum. Í þeirri trú skulum við starfa á þessu kirkjuþingi. Í þeirri vissu að okkur verður leiðbeint og stýrt til góðra verka. Áfram því með dug og dáð, Drottins studdir ást og náð. Sé hann með oss, ekkert er óttalegt. Þá sigrum vér.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.