Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Page 65
65
ráðherra og bætti við: „Niðurstaða þjóðarinnar er áskorun á hendur kirkjunni. Ég veit að
hún mun svara kalli þjóðarinnar, rísa undir þeirri ábyrgð sem ætlast er til að hún axli sem
þjóðkirkja“.
Allsherjarnefnd tekur undir þessi hvatningarorð.
Vinna gegn einelti
Allsherjarnefnd vekur athygli á tillögu kirkjuþings unga fólksins, sem haldið var í
Grensáskirkju föstudaginn 9. nóvember 2012 og varðar einelti og tekur undir orð biskups:
„Einelti er alvarlegt vandamál sem víða hefur orðið vart við. Nú hefur ungt kirkjufólk
vakið athygli okkar á þessu vandamáli og vil ég fylgja eftir samþykkt kirkjuþings unga
fólksins um þetta mál“.
Allsherjarnefnd lýsir ánægju sinni með vinnu úrbótanefndar kirkjuþings varðandi
viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot, einelti og annað
ofbeldi innan hennar og felur kirkjuráði að vinna eftir ábendingum nefndarinnar.
Fjármál
Allsherjarnefnd áréttar ályktun aukakirkjuþings í september 2012 þar sem krafist er
tafarlausrar leiðréttingar sóknargjalda og bendir á mikilvægi þess að fulltrúar ríkisvaldsins
og þjóðkirkjunnar ræðist við í hreinskilni og af gagnkvæmri virðingu.
Allsherjarnefnd hafnar þeirri túlkun Fjármála- og efnahagsráðuneytis, fjárlagaskrifstofu,
á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999 sem fram
kemur í fylgiskjali með frumvarpinu, að lækka skuli einingaverðsviðmið framlaga vegna
sóknargjalda þannig að heildarútgjöldin verði óbreytt þótt einstaklingum í trúfélögum og
lífsskoðunarfélögum fjölgi.
Tónlistarmál þjóðkirkjunnar
Í skýrslu starfshóps um skipulag tónlistarmála eru lagðar til miklar breytingar á skipulagi
tónlistarmála m.a. að:
1. Stofnað verði þriggja manna fagráð – Kirkjutónlistarráð;
2. Sameinað verði í eitt störf verkefnisstjóra á helgihalds- og tónlistarsviði Biskupsstofu,
söngmálastjóra og skólastjóra Tónskólans;
3. Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar verði endurskoðuð;
4. Tónskóli þjóðkirkjunnar verði fluttur úr núverandi húsnæði í Grensáskirkju.
Allsherjarnefnd telur tillögurnar áhugaverðar en óskar eftir ítarlegri greinargerð um
faglega þætti málsins. Allsherjarnefnd leggur áherslu á að ekki megi slá af kröfum í
menntun organista og tónlistarfólks kirkjunnar. Þá er bent á nauðsyn þess að aðilum máls
séu kynntar tillögurnar áður en lengra er haldið.
Um málefni Skálholts
Allsherjarnefnd hefur fjallað um málefni Skálholts og hvetur til þess að treystur verði
rekstrargrundvöllur staðarins og nýjar leiðir skoðaðar, bæði í rekstri og yfirstjórn