Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Síða 65

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Síða 65
65 ráðherra og bætti við: „Niðurstaða þjóðarinnar er áskorun á hendur kirkjunni. Ég veit að hún mun svara kalli þjóðarinnar, rísa undir þeirri ábyrgð sem ætlast er til að hún axli sem þjóðkirkja“. Allsherjarnefnd tekur undir þessi hvatningarorð. Vinna gegn einelti Allsherjarnefnd vekur athygli á tillögu kirkjuþings unga fólksins, sem haldið var í Grensáskirkju föstudaginn 9. nóvember 2012 og varðar einelti og tekur undir orð biskups: „Einelti er alvarlegt vandamál sem víða hefur orðið vart við. Nú hefur ungt kirkjufólk vakið athygli okkar á þessu vandamáli og vil ég fylgja eftir samþykkt kirkjuþings unga fólksins um þetta mál“. Allsherjarnefnd lýsir ánægju sinni með vinnu úrbótanefndar kirkjuþings varðandi viðbrögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana um kynferðisbrot, einelti og annað ofbeldi innan hennar og felur kirkjuráði að vinna eftir ábendingum nefndarinnar. Fjármál Allsherjarnefnd áréttar ályktun aukakirkjuþings í september 2012 þar sem krafist er tafarlausrar leiðréttingar sóknargjalda og bendir á mikilvægi þess að fulltrúar ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar ræðist við í hreinskilni og af gagnkvæmri virðingu. Allsherjarnefnd hafnar þeirri túlkun Fjármála- og efnahagsráðuneytis, fjárlagaskrifstofu, á frumvarpi til laga um breytingu á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999 sem fram kemur í fylgiskjali með frumvarpinu, að lækka skuli einingaverðsviðmið framlaga vegna sóknargjalda þannig að heildarútgjöldin verði óbreytt þótt einstaklingum í trúfélögum og lífsskoðunarfélögum fjölgi. Tónlistarmál þjóðkirkjunnar Í skýrslu starfshóps um skipulag tónlistarmála eru lagðar til miklar breytingar á skipulagi tónlistarmála m.a. að: 1. Stofnað verði þriggja manna fagráð – Kirkjutónlistarráð; 2. Sameinað verði í eitt störf verkefnisstjóra á helgihalds- og tónlistarsviði Biskupsstofu, söngmálastjóra og skólastjóra Tónskólans; 3. Tónlistarstefna þjóðkirkjunnar verði endurskoðuð; 4. Tónskóli þjóðkirkjunnar verði fluttur úr núverandi húsnæði í Grensáskirkju. Allsherjarnefnd telur tillögurnar áhugaverðar en óskar eftir ítarlegri greinargerð um faglega þætti málsins. Allsherjarnefnd leggur áherslu á að ekki megi slá af kröfum í menntun organista og tónlistarfólks kirkjunnar. Þá er bent á nauðsyn þess að aðilum máls séu kynntar tillögurnar áður en lengra er haldið. Um málefni Skálholts Allsherjarnefnd hefur fjallað um málefni Skálholts og hvetur til þess að treystur verði rekstrargrundvöllur staðarins og nýjar leiðir skoðaðar, bæði í rekstri og yfirstjórn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.