Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Síða 79

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2012, Síða 79
79 Framtíðarhópur Kirkjuþings Skýrsla til kirkjuþings Kirkjuþing 2010 samþykkti þingsályktun um skipun þriggja manna starfshóps „er meti nýlega þróun samfylgdar og tengsla ríkis og kirkju. Starfshópurinn skoði aukna fjölbreytni í menningar- og trúarlífi Íslendinga og hvernig þjóðkirkjan taki með skapandi hætti þátt í samfélagsþróuninni.“ Starf, málþing og miðlun framtíðarhóps hefur tekið mið af þessum þáttum. Hópurinn efndi til málþinga um þessi efni og skilaði skýrslu um starf sitt til kirkjuþings 2011. Kirkjuþing 2011 samþykkti svo áframhaldandi starf hópsins, en í honum voru Birna G. Konráðsdóttir, Hjalti Hugason og Sigurður Árni Þórðarson, formaður hópsins. Varamenn voru sem fyrra árið: Katrín Ásgrímsdóttir, Magnús E. Kristjánsson og Solveig Lára Guðmundsdóttir. Fyrir hönd Biskupsstofu lagði Árni Svanur Daníelsson hópnum lið. Sigurður Árni fékk leyfi frá störfum hópsins í mars – júní og þá kom Solveig Lára til starfa í hans stað. Umfang og kostnaður Kirkjuráð veitti til starfs hópsins árið 2012 þrjú hundruð þúsund krónum. Ljóst var að sú upphæð gæti dugað fyrir ferðakostnaði en vart fleiru. Framtíðarhópur brást við með því að nýta netið sem mest og efna til málþinga sem voru haldin með lágmarkskostnaði. Það hefur lánast og starf hópsins hefur verið ríkulegra en fjárveiting gaf tilefni til. Þing framtíðarhópsins hafa verið fjölbreytileg. Þau hafa skilað upptökum sem hafa ratað í hljóðvarp, í fréttir hljóðvarps og sjónvarps og á netið. Þá hafa greinar sem hafa orðið til í tengslum við þessi þing birst í prentmiðlum og á netinu. Allt þetta efni hefur orðið til samtals og haft áhrif á umræðu um kirkju og kristni í landinu og stöðu kirkjunnar í samfélaginu. Framtíð landsbyggðarkirkju og framtíð þjóðkirkju Á starfsárinu hélt framtíðarhópur tvö málþing um knýjandi mál í þróun þjóðkirkjunnar, stöðu hennar og þjónustu í samfélagi Íslendinga. Fyrra þingið var um framtíð kirkjunnar á landsbyggðinni. Hitt var um stöðu þjóðkirkjunnar í stjórnarskrá Íslands og að gefnu tilefni þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október. Framtíð kirkjunnar á landsbyggðinni Málþingið um framtíð kirkjunnar á landsbyggðinni var haldið í safnaðarheimili Glerárkirkju 2. júní 2012. Fjórir frummælendur ræddu um hlutverk, verkefni og aðstæður kirkjunnar utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrirlesarar og efni þeirra voru: Halldór Guðmundsson: Kirkjan í velferðinni á landsbyggðinni. Kristín Ástgeirsdóttir: Kirkjan á landsbyggðinni og jafnrétti Arna Ýrr Sigurðardóttir: Kirkjan í þéttbýli á landsbyggðinni. Þorgrímur Daníelsson: Kirkjan í sveitinni á landsbyggðinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.