Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 9

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 9
Formáli ritstjóra Efni Ritraðarinnar er er býsna fjölbreytilegt að þessu sinni enda af ýmsum fræðasviðum guðfræðinnar. Hér er að finna bæði greinar sem glíma við mál sem mjög eru á dagskrá í samtíð okkar og aðrar sem eru meira á sögulegum nótum en hafa þó jafnframt skýrar tengingar inn í samtíðina. Fyrsta greinin sem hér birtist, Wolves in Sheperds‘ Clothing: Sexual Abuse by Pastors, snertir efni sem mjög hefur verið til umfjöllunar hér á landi á árinu. Greinin er eftir dr. Marie M. Fortune, sem er einn virtasti fagaðili á sviði fræðslu- og forvarnarmála um kynferðisvandamál í Bandaríkjunum. Hún er forstöðumaður FaithTrust Institute í Seattle, en stofnunin býður upp á þjálfun, ráðgjöf, kennslu og fræðsluefni í því markmiði að binda endi á kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi. Grein hennar er að stofni til erindi sem haldið var í Háskóla íslands í 18. október 2011. I greininni er fjallað um ábyrgð og viðbrögð kirkjunnar sem stofnunar við kynferðislegri misnotkun á hennar vettvangi. Lögð er áhersla á að vandamálið sé sannarlega ekki nýtt af nálinni, en það vanti grundvallar skilning á eðli brotanna. Viðbrögð kirkjunnar sem stofnunar þurfi að ríma við gildi trúarinnar. Einar Sigurjörnsson skrifar grein um útför Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar konu hans og er tilefnið að 200 ár voru á árinu 2011 liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. í greininni kemur fram að útförin hafi verið vegleg og lík því sem sem um útför þjóðhöfðingja væri að ræða. Með athöfninni tjáðu íslendingar þakklæti sitt til Jóns Sigurðssonar og sýndu að þeir byggju yfir menningarlegri reisn og metnaði og væri það ekki síst að þakka Jóni Sigurðssyni. Erfiljóð Matthíasar Jochumssonar lyftu athöfninni upp yfir stund og stað og einblína ekki á sorgina eða tilefni stundarinnar. Með erfiljóðum sínum boðar hann von og hvetur sérhvern Islending að læra sanna tign sín sjálfs. Það er undirstaða frelsis og framfara. í tveimur næstu greinum horfa höfundarnir rúma öld tilbaka í tíma, væntanlega með í huga öðrum þræði, að öld er nú liðin frá stofun Háskóla Islands. Gunnlaugur A. Jónsson rifjar upp þær deilur sem urðu um gildi trúar- játninga á prestastefnunni hér á landi 1909 og kringum hana, en þá voru játningarnar gagnrýndar harðlega. Gunnlaugur staðhæfir að trúarjátningar hafi fýlgt kristninni frá upphafi og séu meira að segja til staðar fyrir upphaf kristni, í Gamla testamentinu. Heiti greinarinnar Faðir minn var umreikandi Aramei er sótt í eina þeirra trúarjátninga sem Þjóðverjinn Gerhard von Rad taldi í áhrifamikilli grein mynda grunninn að Mósebókum. Grein 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.