Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 21

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 21
en þar var hann kjörinn forseti 1851. I öðru lagi átti forsetatitillinn við störf hans sem forseti Alþingis 1849-1853, 1857 og 1867-1877, síðast forseti sameinaðs þings eftir að deildaskipting Alþingis var tekin upp með stjórnarskránni 1874. Séra Matthías Jochumsson, ritstjóri Þjóðólfs notar titilinn í víðtækari merkingu eða um Jón sem forystumann íslendinga. í þeirri merkingu festist titillinn við nafn hans. Hann er Jón forseti. Spurning er hvað muni gerast ef maður að nafni Jón verður einhverju sinni kjörinn forseti Islands. Þyrfti sá Jón ekki að skipta um nafn líkt og sá þarf að gera sem kjörinn er páfi? Skoðanir og viðhorf Jóns Sigurðssonar voru angi af þeirri þjóðernis- hyggju (nationalisma) sem mjög var ríkjandi stjórnmálaviðhorf meðal Evrópubúa á 19. öld og lengi síðan. Þjóðernishyggja Jóns Sigurðssonar lýsti sér m.a. í þeim viðhorfum sem hann birti í greininni „Um alþing á íslandi“ frá 1841. Þar leiðir hann rök að því að íslandi hafi þá vegnað best þegar landsmenn réðu sínum eigin málum en allt hafi farið úrskeiðis þegar landið laut stjórn framandi þjóðar. Skýringin var ekki sú að sú þjóð væri vond og ætlaði Islendingum illt heldur hitt að ráðamennirnir þekktu ei sem skyldi landsins þarfir og vissu því ekki hvað landsmenn vanhagaði um. „[...] það er stjórnarlögunin og stjórnaraðferðin, sem hefir skapað oss eins og þær skapa hverja þjóð. [...] stjórn landsins hefir um langan aldur verið í annarra höndum, sem ekki hafa farið að landsins þörfum og ekki vitað hvað því hagaði.“2 Og rök sín styður hann einnig með skírskotun til reynslu annarra þjóða. „Veraldarsagan ber ljóst vitni þess, að hverri þjóð hefir þá vegnað best, þegar hún hefir sjálf hugsað um stjórn sína, og sem flestir kraftar hafa verið á hræringu.“3 Frelsi þjóðar er m.ö.o. samsvarandi frelsi einstaklings. Einstaklingi líður best þegar hann er sjálfráður, frjáls til orða og athafna, en sé hann ánauðugur og undir annan settur stendur það í vegi fyrir athafnaþrá hans. Eins er það með þjóð. Ef hún er öðrum háð getur hún ekki starfað og unnið samkvæmt þeim kröftum sem í henni búa. Því verður hún að vinna að því að verða sjálfráð um eigin hagi og vinna út frá því að þroska sínum. Jón Sigurðsson hvatti þjóð sína til vitundar um réttindi sín og fyrir hvatningu hans urðu hugtökin þjóðleg endurreisn og þjóðlegur metnaður eins konar kjörorð sem íslendingar fylktu sér um á ofanverðri 19. öld. 2 Vilhjálmur Þ. Gíslason 1944, s. 47-48. 3 Vilhjálmur Þ. Gíslason 1944, s. 47. 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.