Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 22

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 22
„Þjóðin á mörgum mikið að þakka,“ sagði Sigurbjörn Einarsson í prédikun á Rafnseyri 17. júní 2003 og bætti við: Ég fer ekki svo um Gilsfjörð að ég hugsi ekki til Torfa í Olafsdal. Hann var einn af þeim sem hrifust af Jóni forseta og hann vann mikið afrek af eldmóði og fórnfýsi, ljáimir hans mörkuðu tímamót í lífi sveitaalmúgans á íslandi. Það sagði afi minn, þegar hann á níræðisaldri, um miðja síðustu öld, minntist þeirra umbyltinga sem hann hafði lifað, að ekkert hefði munað eins miklu til bóta í búskapar baslinu og ljáirnir sem Torfi lét gera.4 Líka má nefna Guðmund búfræðing og alþingismann Olafsson á Fitjum í Skorradal.5 II Jón Sigurðsson andaðist 7. desember 1879 og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir níu dögum síðar eða 16. desember. Fréttin af andláti þeirra hjóna barst ekki til Islands fyrr en með fyrsta miðsvetrarpóstskipinu sem kom til landsins 4. febrúar. Var þá þegar hafist handa um að gera útför þeirra sem veglegasta en það hafði verið ósk þeirra að mega hvíla í íslenskri mold. Bæklingur var gerður þar sem allt um athöfnina, undirbúningi hennar og framkvæmd er lýst.6 Hilmar Finsen landshöfðingi samþykkti ósk sem Tryggvi Gunnarsson hafði borið fram við hann f.h. Islendinga í Kaupmannahöfn um að landssjóður greiddi útförina.7 Það var orðið við þeirri beiðni og þegar til kom var greinilega ekkert til sparað og hin glæsilega útför þeirra sýndi að Islendingar væru þjóð sem hefði metnað og sjálfstraust.8 Upptaktur er sýndi sjálfstraust og metnað þjóðarinnar hafði raunar þegar verið sleginn 1874 þegar þjóðhátíðin var haldin.9 Líkt og 1874 voru helstu skáld þjóðarinnar fengin til að yrkja ljóð og sálma til að syngja við útförina og voru það þeir Benedikt Gröndal, Matthías Jochumsson og 4 Óprentuð prédikun 17.06.2003. 5 Sjá http://www.landbunadarsafn.is/frettir/nr/119410/ (sótt 2. september 2011). 6 Útfór 1880. H. E. Helgesen yfirkennari hafði yfirumsjón með öllu varðandi athöfnina en Sigurður Jónsson sýslumaður, systursonur Jóns forseta og uppeldissonur, kostaði útgáfu bæklingsins og til viðbótar voru lagðar kr. 100 sem var afgangur af fé því sem Islendingar í Höfn höfðu safnað saman til að kosta minningarathöfnina í Kaupmannahöfn. Útfór 1880, s. 60. 7 Útför 1880, s. 24. 8 Útför 1880. Sjá og Guðjón Friðriksson 2003, s. 553-566; Jón Helgason 1941.1, s. 222 og Þórir Stephensen 1997:11, s. 104-108. 9 Brynleifur Tobíasson 1958. í sjálfsævisögu sinni lætur Matthías sér fátt um finnast „tildrið" allt í kringum þjóðhátíðina, Matthías Jochumsson 1959, s. 238-254.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.