Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 34
Hvtldu þig, dóttir! Með heiðri þreytt
hefir þú endað skeiðið.
Hvíl við hans hlið, sjá , allt varð eitt:
Ævin, dauðinn og leiðið!
Sorgin er hörð. Nú er horfið sjón
höfuðið tignarbjarta.
Sorgin er stór. O, sojðu, Jón,
sœtt við mitt gamla hjarta!"
Solo (Bass)
Fjallkonan hefur upp harmakvein:
„Hnigin er stoðin besta.
Komið er heim að bera sín bein
barnið mitt afreksmesta.
Lifandi, Jón, þú leiðst fyrir mig,
liðinn mér ei þú gleymir.
Hjartans feginn minn faðmur þig
frelsisdeginum geymir. “
Fjallkonan syngur sorgarlag:
„Sárt er mitt hjarta lostið.
Skjöld minn og sverð eg sé í dag
sundur í miðju brostið!"
Kór
Nei, stilltu þinn harm! Við hverju er hœtt?
Er Herrann ei sjálfur í stafnii
Vér trúum á Guð. — Ó, sofið satt
í signuðu frelsarans nafni.
Kór
Grát ei, Island! þreyttu þína braut,
þótt sé lögð í gegtium sorg og stríð.
Hetjumóðir, þoldu hverja þraut,
þú fœr sigur eftir hverja hríð!
32
J