Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 36

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 36
Hins vegar hlýtur ýmsum að hafa þótt biskupinn taka heldur djúpt í árinni þegar hann hélt því fram að stöðulögin 1871 og stjórnarskráin sem konungur setti einhliða hefðu verið það sem Jón Sigurðsson keppti að: Svo er þá hinn fagri ævidagur þessa mikla þjóðvinar liðinn. Þegar stjórnar- bót vor var fengin, var eins og því stórvirki væri lokið, sem Drottinn hafði fengið honum að vinna, og það var eins og hann fyndi þetta sjálfur. Upp frá því fór heilsan að bila, kraftarnir að þverra, fjörið að dofna og nóttin fór í hönd. Hann gat þá glaður gengið til hvíldar, því að hann hafði unnið trúlega meðan dagur var.39 Jón hafði engan veginn mælt stöðulögunum bót og fann sitthvað að stjórnarskránni þó að hann hefði viðurkennt að hún væri töluverður áfangi fram á leið til sjálfsforræðis, ágæt trappa til að standa á.40 Athöfninni í kirkjunni lauk með því að sunginn var sálmur Matthíasar „Fagra tíð er fólkið vaknar“ við lag Berggreens, Guðs son mælti: „Grát þú eigi.“ Hann er huggunarsálmur og byggist á þeirri trú skáldsins að frelsi geti ekki verið annað en reykur eða bóla ef dauðinn er endalokin. Þá væri framtíðin eintómt myrkur. Dauðinn er hins vegar ekki endalokin og skáldið ávarpar dauðann með sigurópi trúarinnar: „Dauði, burt með dramb og hrós! Drottinn sagði: Verði ljós!“ Vongóðir geta menn því horft fram til þeirrar framtíðar þegar öllum fjötrum verður svipt af mannkyni á þeim mikla frelsisdegi þegar „Herrans hönd höggur sundur dauðans bönd:“ Fagra tíð, er fólkið vaknar frelsisdegi sínum á og úr dvaladróma raknar dauðans myrkri stigið frá, þar er ódauðleikans lind, lífsins stóra fyrirmynd. Fagra tíð er friðarboðmn fellur yfir lífsins stríð, fegri tíð er frelsisroðinn fyllir krafti vakinn lýð, fegurst tíð er Herrans hönd höggur sundur dauðans bönd. 39 Útfór 1880, s. 51. 40 Guðjón Friðriksson 2003, s. 436-442 og s. 502-504; Þorsteinn Gíslason 1953, s. 22.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.