Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 46

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 46
stóra trúarjátningu, sem lýsi vegferð trúarinnar frá lögmáli og leiðsögn Drottins gegnum margvíslega erfiðleika og dimma dali og endi loks í fagnaðarríkri lofgjörð.9 Sálmur 23 - „Drottinn er minn hirðir“ sígild trúarjátning Sálmur 23 er án efa þekkasti texti Gamla testamentisins og sameinar í óvenjulega ríkum mæli gyðinga og kristna menn. Þrátt íyrir að sálmurinn virðist ósköp auðskilinn við fyrstu sýn hefur hann verið túlkaður á býsna mismunandi hátt af fræðimönnum.10 Sálmurinn hefur upphaflega verið trúarjátning og haldið þeirri stöðu og vinsældir hans raunar aukist jafnt og þétt.* 11 Ekki er ofsagt að sálmur 23 hafi nú á tímum stöðu trúarjátningar í hugum fólks, um allan hinn vestræna gyðing-kristna heim.12 Þarna er játning sem fólk kann utanbókar. Börn hafa lært sálminn utanað við móðurkné og oft velja unglingar hann sem ritingarorð sín við fermingu. Sálmurinn er stundum notaður við brúðkaup en einkum þó við jarðarfarir og öldungar deyja með orð hans á vörunum. Stjórnmálamenn vitna mjög gjarnan í hann á umbrotatímum og ekki síst erfiðleikatímum í lífi þjóða. Sjálfur hef ég veitt því athygli og fjallað um það hve þessi sálmur, eða þessi forna trúarjátning, er mikið notuð í kvikmyndum.13 Sálmurinn er augljós- lega í uppáhaldi hjá kvikmyndagerðarmönnum, ekki síst í Bandaríkjunum og því ekki að undra að um hann hefur verið talað í Bandaríkjunum sem „veraldlegt helgitákn" (secular icon)14 Ohætt er að slá því föstu að enginn biblíulegur texti hafi fengið annað eins vægi á hvíta tjaldinu og Slm 23. Textinn er sannarlega dæmi um forna trúarjátningu úr Gamla testamentinu sem lifir góðu lífi í samtíð okkar, 9 Sjá W. Brueggemann 1995, The Psalms and the Life ofFaith, Gunnlaugur A. Jónsson 2008, Frá leiðsögn til lofgjörðar. Ritröí Guðfræðistofnunar 2,27, s. 69-82. 10 H. Spieckermann 1989, Heilsgegenwart, s. 263-274, hefur gott yfirlit yfir helstu heiti sem fræðimenn hafa gefið sálminum til að lýsa innihaldi hans. Sjá einnig W. L. Holladay 1993, The Psalms Through Three Thousand Years, s. 359-372, Sigurður Örn Steingrímsson 1991: „Der priesterliche Anteil. Bedeutung und Aussageabsicht in Psalm 23“ og S. Gillingham 2008, Psalms Through the Centuries. Vol. One. 11 Um sterka stöðu sálmsins í íslensku trúarlífi má lesa í ritgerð Óskars H. Óskarssonar 2008, Athvarf frá kyni til kyns, s. 59-62. 12 Sjá t.d. James L. Mays 2006, Preaching and Teaching the Psalms, s. 121, þar sem hann segir frá guðsþjónustu þar sem Slm 23 hafði leyst hina postullegu trúarjátningu af hólmi: „We said it as our Confession of Faith. That is a good and appropriate use of the psalm.“ 13 Gunnlaugur A. Jónsson, 2002, A grænum grundum lætur hann mig hvílast. RitiS 3, s. 125-142. 14 Holladay, William L. 1993: The Psalms through Three Thousand Years, s. 359-371. 44
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.