Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 47
hefur reynst hafa ríkulegan hæfileika að kvikna til lífs við ólíkar aðstæður
°g byggja brú milli alda og árþúsunda.
„Drottinn er vor Guð“
Ef við ættum að tala um stystu og mest grundvallandi játningu Gamla
testamentisins þá er það væntanlega setningin „Drottinn er vor Guð“ (t.d.
Jós 24:14-18 og lKon 18:21). Segja má að hún sé andsvar mannsins við
hinni guðlegu opinberun. „Ég er Drottinn (2Mós 6:2, 7-8 o. fl.). Á stund
tilbeiðslunnar sneru menn sér til Guðs með játningu og bæn í senn (Þú
ert Guð minn eða Guð vor (t.d. Slm 31:15; 118; 28; 140:7, sbr. lKon
18:36-39.
Israel var það fólk sem „ákallaði nafn Drottins".
„Heyr Israel“
Smám saman fór það svo að einn texti varð játningartexti Israelslýðs framar
öðrum textum og skipar alveg sérstakan sess meðal Gyðinga enn þann dag
í dag. Játningin sú er í daglega tali nefnd eftir fyrsta orðinu á hebresku,
sjema, „Heyr!“ Heyr, ísrael. Drottinn, Guð vor, Drottinn er einn. Þú skalt
elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, af allri sálu þinni og af öllum
mætti þínum“ (5Mós 6:4).
Ekki er fyllilega ljóst hvenær þessa texti fékk hlutverk sérstaks játningar-
texta. E.t.v. varð það þegar á u'mum hinnar babýlónsku útlegðar (586-538
f. Kr.) þegar hinir herleiddu Júdamenn dvöldu í fjarlægu landi í návist
framandi guðsdýrkunar og guða. Við þær aðstæður reið á að standa vörð
um eingyðistrúna. Það gerðu þeir sannarlega, meðal annars með aðstoð
spámanns sem kom fram meðal þeirra, en boðskapur hans er varðveittur í
k. 40-55 í Jesajaritinu, og hefur að geyma marga af fallegustu textum Gamla
testamentisins þar sem áhersla er lögð á huggunarríkan vonarboðskap,
leiðsögn og frelsun hins eina sanna Guðs.
Þegar hinn andlegi arfur Gyðinga var í hættu sem aldrei fyrr stóðu
þeir vörð um grundvallaratriði trúarinnar í formi trúarjátninga sem lögðu
áherslu á að aðeins einn væri Guð, skaparinn, sá hinn sami og frelsað hafði
forfeðurna úr ánauð í Egyptalandi forðum og leitt þá til fyrirheitna landsins.
Játningin til hins eina Guðs, „Þú ert Drottinn, Guð minn“ kallast á við
l. boðorðið: „Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út úr Egyptalandi,
út úr þrælahúsinu. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.“
45