Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 63

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 63
stöðu kirkjunnar í landinu væri að ræða hlyti þjóðin að ráða ferðinni sjálf en það væri krafa tímans. Söfnuðir þyrftu því að geta komið viðhorfum sínum á framfæri við héraðsfundi og þeir síðan að kjósa fulltrúa á kirkju- fundinn.29 Sigurður kvaðst ekki trúa fyrr en á reyndi að Alþingi synjaði um fjárstuðning eða að ómögulegt reyndist að skjóta saman fyrir ferðakostnaði þeirra sem á slíku þyrftu að halda. Benti hann á að í Noregi hygðist ríkið kalla til og kosta „frumlagaþing (konstituerende forsamling)“ sem samþykkti „stjórnskipunarlög (forfatningslov)íi fyrir norsku þjóðkirkjuna.30 Hér vísaði Sigurður til umræðu sem leiddi til að Stórþingið norska skipaði kirkjumálanefnd sem starfaði á tímabilinu 1908-1911. Tók minni- hluti hennar saman fjögur frumvörp sem miðuðu að aukinni sjálfsstjórn kirkjunnar.31 Þau leiddu þó ekki til tilætlaðra breytinga fremur en hugmyndir minnihluta Kirkjumálanefndarinnar hér. Einar Þórðarson var þeirrar skoðunar að árangur af fjárbeiðni til þingsins væri óviss og kæmi enda ekki til greina nema í eitt skipti „ef kirkjufélaginu er alvara með meira sjálfstæði“.32 Hann taldi að kirkjuþing yrði að kosta af sérstökum kirkjuþingssjóði er söfnuðir landsins mynduðu. Leit hann svo á að í söfnuðum sem tekið hefðu við rekstri kirkna sinna og þar með öðlast sameiginlegan fjárhag væri auðvelt að leggja á sérstakt gjald sem ekki þyrfti að vera nema um 5 aurar á hvern fermdan einstakling en annars staðar yrði að treysta á samskot. Þannig rekið taldi Einar kirkjuþingið bæði „stefna í sjálfstæðisáttina“ og yrði sjálft „talandi vottur um, að sjálfstæðishjalið væri eigi út í bláinn“.33 Þó óttaðist hann að samskot gengju tregt að minnsta kosti til að byrja með.34 En spurði: En ef það verður ofan á, að ekki sé hægt að halda uppi almennum kirkju- fundum við og við, með styrk frá söfnuðunum, til hvers er þá verið að ræða um sjálfstæði kirkjunnar í þessu landi? Því vitanlega fylgja því útgjöld. — Og ef maður hvarflar huganum á hinn bóginn, þá verður manni ósjálfrátt að spyrja: 29 Um kirkjufiindinn í sumar 1909: 31. 30 Um kirkjufundinn í sumar 1909: 31. Ellingsen 1973a: 101. 31 Ellingsen 1969: 25-32. Ellingsen 1973a: 98-130. Ellingsen 1973b: 50-61. 32 Einar Þórðarson 1909: 194. 33 Einar Þórðarson 1909: 195. 34 Einar Þórðarson 1909: 194-196.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.