Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 64

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 64
Hvaða rétt getur slíkt félag, sem ekki vill leggja sem þessu svarar á sig fyrir mál sín, haft til að njóta „styrks og verndar“ þjóðfélagsins?35 Einar var því sýnu ákafari baráttumaður en Sigurður fyrir að kirkjan axlaði fulla ábyrgð í umræðum um framtíðarskipan sína. Hans naut þó ekki lengi við úr þessu en hann var farinn að heilsu og lést skömmu eftir Þingvallastefnuna. Upp úr þessum jarðvegi spratt prestastefnan 1909. Það sýna framsöguer- indi Böðvars Bjarnasonar um aðskilnað ríkis og kirkju og erindi Sigurðar P. Sívertsen um kirkjuþing en þessi umfjöllunarefni voru greinilega valin með tilliti til þeirrar umræðu sem hér var rakin.36 Auk þess var aðskilnaðar- málið brýnt um þessar mundir vegna þingsályktunartillögu Jóns Jónssonar (1871-1960) bónda á Hvanná og alþm. Norðmýlinga frá því fyrr á árinu 1909 þess efnis að Alþingi skoraði á landsstjórnina að leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um aðskilnað ríkis og kirkju.37 Helstu rök Jóns fyrir aðskilnaði voru að nýtt fyrirkomulag á launagreiðslum til presta samkvæmt lögum frá 1907 hefði treyst samband ríkis og kirkju en veikt tengsl presta og safnaða. Þar átti hann við viðskiptasamband það sem falist hafði í gamla kerfinu þar sem hluti af tekjum presta kom beint frá sóknarbörnunum (svokallaðar sóknartekjur). Jafnframt vó gjaldskylda utanþjóðkirkjufólks til þjóðkirkjunnar þungt í þessu sambandi, sem og almenn deyfð í kirkju- málum sem kom fram í lélegri kirkjusókn. Taldi Jón aðskilnað njóta mikils fylgis víða um land.38 Þess má geta að 1909 komu fram tillögur um að við kirkjuskipan landsins í stjórnarskránni væri aukið ákvæði um að breyta mætti henni með lögum. Slíkt ákvæði auðveldaði ekki aðeins breytingar heldur einnig afnám þjóðkirkjuskipanarinnar. Var stjórnarskránni breytt í þessa veru 1915.39 í nefndaráliti á vegum neðri deildar þingsins var talið að talsverður meirihluti þjóðarinnar væri fylgjandi aðskilnaði en gagnstæðs sjónarmiðs hefði lítið gætt á þingmálafundum. Nefndin benti auk þess á að þar sem trúfrelsi ríkti í landinu og að Alþingi hefði allt löggjafarvald yfir kirkjunni og málefnum hennar gætu menn sem henni væru andstæðir ráðið úrslitum í málum hennar. Slíkt ókirkjulegt löggjafarvald var talið skerða andlegt frelsi 35 Einar Þórðarson 1909: 195-196. 36 Prestastefnan 1909: 146. 37 Alþingistíðindi 1909(A): 304. 38 Alþingistíðindi 1909(B:II); 1874-1878. 39 Hjalti Hugason án árt.: 14-18. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.