Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 67

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 67
meirihlutakirkjuna vegna samfélagslegrar þýðingar hennar. Loks virðast nefndarmenn hafa túlkað kirkjuskipanina á algerlega lýsandi hátt.52 Varðandi ráðstöfun kirkjueigna sagði nefndin: Vér erum í engum efa um að sú skoðun alþingisnefndarinnar er alveg röng, að ríkið geti með réttu lagt eignarhald á kirkjueignirnar. Því þótt mest af þeim hafi gefið verið til hinnar kathólsku kirkju á meðan hún var þjóð- kirkja hér á landi, þá er það auðskilið, að tilgangur gjafanna var sá, að efla kristnihald í landinu, en um aðra trú en hina kathólsku var þá ekki að ræða. Vér sjáum því ekki, að nokkur vafi geti á því leikið, að sú kirkjudeild, er á hverjum tíma hefir flesta áhangendur í landinu, sé réttur arftaki kathólsku kirkjunnar að eignum hennar. Og að því er sölu kirkjuhúsanna snertir, þá getur varla komið til mála, að taka þau af söfnuðum, er þegar hafa á löglegan hátt fengið þau til eignar og umráða.53 [Leturbr. HH] í þessum orðum má að nýju greina þann skilning að þjóðkirkja og meiri- hlutakirkja væru í raun eitt og hið sama og að kirkjuskipanin sé því túlkuð sem lýsandi en ekki normerandi,54 Hér brást prestastefnunefndin annars við nefndaráliti um aðskilnaðartillögu Jóns frá Hvanná. Þar var lagt til að ríkið tæki við aðskilnað að sér umráð allra fjármuna kirkjunnar og seldi meðal annars kirkjubyggingarnar því trúfélagi sem hæst verð byði. Arði af eignunum skyldi síðan varið til að styrkja öll trúfélög í landinu í hlutfalli við fólksfjölda í þeim.55 Gekk þessi tillaga lengra en hugmyndir Þórhalls Bjarnarsonar. Þegar 1896 hafði hann látið í ljósi sambærilegan skilning um ráðstöfun kirkjueigna almennt en áleit þó aðeins kristin trúfélög eiga heimtingu á fjárframlagi vegna kirkjueigna er ríkið tæki við forræði yfir.56 Þá skoðun ítrekaði hann 1911.57 Þess má geta að 2009 töldu forstöðumenn evangelísk-lútherskra fríkirkna aftur á móti að aðeins lúthersk trúfélög ættu tilkall til afraksturs fornra kirkjueigna.58 Slíkt fyrirkomulag mundi þó óhjákvæmilega hafa í för með sér mismunun á grundvelli trúarskoðana. Prestastefnunefndin lauk áliti sínu svo: ...vér fáum ekki séð, að þjóðkirkjufyrirkomulag í sjálfu sér þurfi að hafa deyfandi áhrif á kirkjulífið í landinu, sé því viturlega og frjálslega beitt og 52 HjaJti Hugason 2011 b: 161-165. Hjalti Hugason án árt.: 9-10. 53 ÞÍ. Bps. 1994-BA/l. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166. 54 Hjalti Hugason 201 lb: 161-165. Hjalti Hugason án árt.: 9-10. 55 Alþingistíðindi 1909(A); 1101. 56 Kirkjueignirnar 1896: 216—218. 57 Skilnaðarkjörin 1911: 274. 58 Lúterskar fríkirkjur og stjórnarskráin. Slóð sjá heimildaskrá 65
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.