Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 72

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 72
að stofna kirkjuþingssjóð með samskotum presta og leikmanna með því að hækka kirkjugjöldin lítillega eða leggja „eitt prestakall enn niður“ og leggja það sem sparaðist til þingsins þótt slíkt væri neyðarúrræði.81 Hér hélt Sigurður í stórum dráttum fram sömu skoðunum og í grein sinni um kirkjuþing sem birtist í Nýju kirkjublaði tveimur árum áður.82 Þá hélt hann fast við fyrri skoðun sína um að kirkjuþing skyldi kostað af hinu opinbera ólíkt Einari Þórðarsyni meðflutningsmanni sínum að tillögu um kirkjufund 1909. Fimm manna nefnd sem sett var um kirkjuþingsmálið skilaði svofelldri ályktun og var hún samþykkt samhljóða með 26 atkvæðum:83 Prestafundurinn álítur, að vor kirkjulegu mein stafi ekki af því að kirkjan er í sambandi við ríkið, heldur af öðrum orsökum, meðal annars af því, að sambandi ríkis og kirkju er óhaganlega fyrirkomið og að kirkjan hefir ekki nægilegt frelsi til þess að ráða sínum eigin málum. Fundurinn skorar því á Alþingi, að samþykkja lög um kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju, er komi saman annaðhvort ár, sé skipað prestum og leikmönnum, hafi fullt samþyktarvald í sínum eigin innri málum og tillögurétt í öllum þeim almennum löggjafarmálum, er snerta kirkjuna, og sé kostað af landssjóði.8'* Hér var í öllum meginatriðum byggt á frumvarpi meirihluta Kirkjumálanefndarinnar frá því þremur árum fyrr. Prestastefnan á Hólum 1910 Á Þingvöllum tilkynnti Þórhallur biskup að sér hefði komið til hugar að prestastefnan að ári gæti komið saman á Hólum í tengslum við vígslu fyrsta vígslubiskupsins í hinu forna stifti. Hafði prestastefnan ekkert við það að athuga.85 í framhaldi af því boðaði Þórhallur aftur til almennrar presta- stefnu 1910 og þá fyrir norðan. Ritaði hann próföstunum í Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og báðum Þingeyrjarprófastdæmum tilkynn- ingu um stefnuna og fól þeim fyrrnefndu ýmis hlutverk við hana eða vígslubiskupsvígsluna sem fara skyldi fram samtímis. Daginn eftir skrifaði 81 Áædaður kostnaður við kirkjuþing var 3000 kr. Sigurður P. Sívertsen 1909: 179. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 167. 82 Sigurður P. Síversen 1907: 129-130,134. Sjá Hjalti Hugason 2010: 96-98. 83 f nefndinni sátu, auk Sigurðar P. Sívertsen, Haraldur Níelsson þá prestaskólakennari, Kjartan Helgason(1865-1931) í Hruna, Kristinn Daníelsson (1861-1953) í Útskálum og Valdimar Briem (1848-1930) síðar vígslubiskup á Stóra-Núpi. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 166. 84 ÞÍ. Bps. 1994-BA/l. Prestastefnan 1909: 146-147. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 167. 85 ÞÍ. Bps. 1994-BA/l. Prestastefnan 1909: 150. 70
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.