Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 76

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 76
hafa litið svo á að aðskilnaður mundi óhjákvæmilega verða og að sér sem forystumanni þjóðkirkjunnar bæri að hafa skoðanir á honum og taka þátt í að móta framkvæmdina. Enn á síðasta æviári sínu taldi hann aðskilnað hafa jákvæðar hliðar og hvergi virðist hann hafa mælt gegn honum. Virðist því mega líta svo á að Þórhallur hafi allt til æviloka litið svo á að fríkirkju- fyrirkomulag væri það sem koma skyldi og að hann hafi viljað leggja sitt af mörkum til að svo mætti verða með farsælu móti. Þórhallur fylgdi í þessu efni róttækari stefnu en Hallgrímur Sveinsson forveri hans í embætti hafði gert með fullum stuðningi prestastéttarinnar. Á tveimur fyrstu biskupsárum sínum lagði Þórhallur Bjarnarson mikið í samfundi presta er hann kallaði til almennra prestastefna á helstu sögu- stöðum þjóðarinnar sunnanlands og norðan. I fyrra skiptið má raunar líta svo á að hann hafi verið að bregðast við þrýstingi tveggja mikilla baráttu- manna fyrir auknu sjálfstæði kirkjunnar. Markmiðum um almenna fundi presta varð þó vart náð. Tiltölulega róttæk stefna Þórhalls biskups kom fram í því að á presta- stefnunni á Þingvöllum fékk aðskilnaður ríkis og kirkju rækilega umfjöllun við hlið kirkjuþingsmálsins. Á stefnunni var aðskilnaðarmálið þó undir er meirihluti fundarmanna lýsti stuðningi sínum við aukið sjálfstæði þjóð- kirkjunnar í áframhaldandi sambandi við ríkisvaldið á grundvelli tillagna meirihluta Kirkjumálanefndarinnar 1904—1906. Á prestastefnunni á Hólum var þeirri stefnu fylgt eindregið eftir. Prestafundirnir tveir tóku því íhaldssamari afstöðu en biskupinn. Hann kvikaði þó ekki frá fyrri stefnu sinni en fylgdi samt samþykktum presta- stefnanna einarðlega eftir við stjórnvöld. í næstu grein í þessum flokki verður fjallað um áframhaldandi umfjöllun prestastéttarinnar einkum á prestastefnum út rannsóknartímann sem nær til 1916. Útdráttur Hér er á ferðinni þriðja greinin í flokki sem fjallar um baráttu fyrir sjálfstæðri þjóð- kirkju á Islandi er nyti stjórnar kirkjuþings og fram fór í upphafi 20. aldar. I fyrstu greininni var sýnt fram á hvernig stefna um frjálsa þjóðkirkju í áframhaldandi tengslum við ríkisvaldið var mótuð af meirihluta milliþinganefndar er starfaði á vegum Alþingis 1904-1906. I annarri greininni er sýnt fram á hvernig Þórhallur Bjarnarson sem varð biskup 1908 fylgdi frá því fyrir aldamótin róttækari stefnu og leit á aðskilnað ríkis og kirkju sem æskilegt markmið. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.